Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 12

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 12
ERU STELPUR TRÚAÐRI EN STRÁKAR? sér 1101 svar eða 84% af úrtaki. Þar af voru 569 stelpur eða 51,7% og 531 strákur eða 48,3%. Einn merkti ekki við kyn. Á spurningalistanum var spurt um ýmis atriði sem tengjast trúarafstöðu og trúariðkun, um skilning á trúarlegum hugtökum, um við- brögð við sorg og vanlíðan, atriði varðandi kristinfræðikennslu í skólum og hvað mikilvægast er í lífinu. Markmiðið var þannig meðal annars að reyna að kortleggja eða fá fram mynd af trúarviðhorfi, trúariðkun og trúarskilningi 10, 12, og 14 ára barna á íslandi þar sem slíkt hafði ekki verið gert áður hérlendis svo heitið geti og kanna hvernig þessir þættir tengjast trúarlegri uppeldismótun og námi í kristnum fræðum, kyni, aldri og búsetu. Hér er því um eins konar frumrannsókn að ræða.2 Eitt af því sem áhugavert þótti að skoða í þessu sambandi var munur á strákum og stelpum í þessu efni. Hvers vegna ætli þessi munur sé sá sem raun ber vitni? Er það gamla ímyndin að kirkja og kristni sé bara fyrir börn og gamlar konur? Eða eru konur trúarlega hæfari eða þroskaðri en karlar? DÆMI UM KYNJAMUN Hér verða tekin dæmi úr rannsókninni um mun á milli kynjanna í sambandi við guðstrú og guðsmynd, bænaiðkun og bænakunnáttu, þátttöku í kristilegu æskulýðs- starfi og viðbrögð við vanlíðan og sorg. Trúin á Guð I fyrsta hluta spurningalistans var spurt um nokkur atriði sem tengjast trú á Guð og hugmyndum um hann. Markmiðið var að gera sér mynd af guðstrú og guðsmynd barnanna og hvaða gildi trú á Guð hefur í þeirra huga. Meðal annars var spurt um mikilvægi þess að trúa á Guð. Þegar svör við þessari spurningu eru borin saman eftir kyni kemur í ljós að hlutfallslega fleiri stelpum þykir mikilvægt að trúa á Guð en strákum (mjög+nokkuð mikilvægt 93,9% á móti 87,9%). Á Mynd 1 sést munurinn. Sambærilegur munur var í svörum við spurningunni: Telurðu að Guð sé til? Þar merktu 84,9% stelpna við „já" á móti 77,8% stráka. Hins vegar merktu fleiri strákar við „veit ekki" (18,8% á móti 12,5%). Þetta bendir til þess að efasemdir séu heldur algengari hjá strákum en stelpum fremur en að þeir afneiti tilvist Guðs í meira mæli en þær (3,6% stráka merktu við nei á móti 2,4% stelpna). Þegar börnin voru beðin um að lýsa Guði með því að nota hugtök kom að sjálfsögðu fram margvísleg hugtakanotkun. Hugtökin voru sett í nokkra flokka sem ekki verður gerð nánari grein fyrir hér en einungis bent á að munur milli kynjanna kom mestur fram þegar notuð eru það sem kalla mætti „jákvæð" hugtök um Guð, s.s. að hann sé góður, kærleiksríkur, miskunnsamur og hjálpsamur. 80% stelpna nota slík hugtök til að lýsa Guði en tæp 70% stráka. Hvort það hefur eitthvað að segja að hér er um að ræða hin mjúku gildi eða hin „móðurlegu" einkenni guðs- 2 Dæmi um könnun á þessu sviði er þó til frá 1986 en þá gerðu Anna L. Sigurðardóttir, Sigfríður Sigurgeirsdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir könnun á trúarviðhorfi og trúarskilningi 12 ára barna þar sem yfir 500 börn svöruðu spumingalista með 14 spurningum sem sendur var út í 18 skóla víðs vegar um landið. Niðurstöður birtust í lokaritgerð frá Kennaraháskóla íslands, Könnun á trúarviÖhorfi 12 ára barna í íslandi. 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.