Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 20

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 20
E R U STELPUR TRÚAÐRI E N STRÁKAR? þennan flokk. Þannig telja 20,7% stelpnanna best að bregðast við sorg og vanlíðan með því að tala við einhvern en aðeins 9% stráka. Nánast jafnstór þessum flokki svara er flokkur þar sem talið er best að bregðast við sorg og vanlíðan með því að gera eitthvað skemmtilegt. 15% svara voru á þá lund. Hér eru strákamir hins vegar í meirihluta eða 55% á móti 45%. Þannig telja 17,1% stráka best að bregðast við sorg og vanlíðan með því að gera eitthvað skemmtilegt en 13% stelpna. Þegar um er að ræða svör sem fela í sér að hugsa um eitthvað fallegt eða gott eru stelpurnar aftur í meirihluta en 14,8% þeirra svara á þann veg en 9,2% stráka. Alls telja 12,1% þetta vera bestu viðbrögðin við sorg og vanlíðan. Strákarnir vilja hins vegar frekar fara að sofa eða leggja sig. Þegar á heildina er litið má segja að viðbrögð stelpna séu fremur trúarleg eða feli í sér að tala við einhvern eða hugsa um eitthvað gott meðan strákarnir vilja frekar gera eitthvað skemmtilegt til að dreifa huganum eða fara hreinlega og leggja sig. Það kemur e.t.v. ekki á óvart að af þeim 6% sem telja best að gráta eru stelpur í yfirgnæfandi meirihluta. Ef svör úr þessum þætti eru dregin saman birtist munurinn á milli kynja í því að stelpur hugsa meira um dauðann en strákar, þær eru frekar á þeirri skoðun að við „förum til Guðs" þegar við deyjum og það er algengara að þær óttist dauðann en strákarnir. Þá er algengara að viðbrögð stelpnanna við sorg og vanlíðan séu trú- arleg en hjá strákum eða að það sé best að tala við einhvern eða hugsa um eitthvað fallegt. Á móti er algengara að strákar telji best að gera eitthvað skemmtilegt eða fara og leggja sig eða reyna að sofna. Eins og fram kemur af framangreindu er munur milli kynja töluverður og stundum verulegur. Unnt hefði verið að tína til fleiri dæmi úr rannsókninni, s.s. um biblíulestur eða skilning á trúarlegum hugtökum þar sem hliðstæður munur á milli kyjnanna kemur fram, en það verður ekki gert að sinni. Hér vaknar hins vegar sú spurning hvort unnt sé að finna skýringar á þessum mun. HVAÐ VELDUR? Þegar við veltum fyrir okkur þeim mun sem er á kynjunum og fram kemur í svör- um við spurningalistanum má spyrja hvort um líffræðilegan mun geti verið að ræða. Hann kann auðvitað að hafa sín áhrif en varla ræður hann einn í þessu efni. Því þarf að leita skýringa í uppeldi og áhrifum úr umhverfi. í því sambandi er vert að skoða hverjir eru helstu áhrifavaldar eða mótunaraðilar í trúarlegu tilliti. Fjölskylduuppeldisfræðilegt líkan Hér má styðjast við kenningar um uppeldis- og félagsmótun og hvaða aðilar koma mest við sögu í því tilliti. Ég leyfi mér að styðjast við fjölskylduppeldisfræðilegt líkan sem norsku uppeldisfræðingarnir Oddbjorn Evenshaug og Dag Hallen hafa sett fram og notað m.a. í trúaruppeldisfræðilegum rannsóknum allt frá áttunda ára- tugnum (Evenshaug og Hallen 1983:87-91). Barnið er í miðju líkansins. Fjölskyldan umlykur það og „síar" þá reynslu og áhrif sem barnið verður fyrir. Ytri og innri aðstæður fjölskyldunnar hafa áhrif á hana, s.s. búseta, húsnæði, atvinna, frítími og efnahagur. Aðrir uppeldis- og félags- J 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.