Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 51

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 51
JÓHANNA EINARSDÓTTIR að þeir undirbyggju aldrei leikinn. Flestir sögðust undirbúa leikinn með því að aðstoða með leikmuni. Þátttaka í leiknum var óalgeng (einungis 211 af 2700 bilum). Hins vegar sögðu flestir þátttakendur í spurningakönnuninni að þeir tækju stundum þátt í leik barnanna, einungis örfáir sögðu að þeir gerðu það aldrei. Ef gert er ráð fyrir að úrtakið sé dæmigert fyrir þýðið virðist vera um nokkurt ósamræmi að ræða milli athugana og niðurstaðna spurningakönnunar. Ýmsar skýr- ingar geta verið á þessu ósamræmi. Ein getur verið rannsóknaraðstæður, þ.e. að átarfsfólk hagi sér öðruvísi en það á að sér þegar verið er að taka upp á myndband. Önnur skýring getur verið sú að starfsfólkið svari eins og það telji að það eigi að gera en hagi sér svo á annan hátt í raunveruleikanum. Þriðja skýringin gæti verið takmarkanir spurningalistans, þ.e. að þátttakendur skilji orð og hugtök á mismun- andi hátt. Til dæmis svöruðu þátttakendur að þeir tækju stundum þátt í leiknum, en hvað þýðir „stundum" eða hvað þýðir að „undirbúa leikinn"? Þarna er hugsan- leg mismunandi túlkun og skilningur. í þeim tilfellum þegar fullorðnir tóku þátt í leiknum þá gerðist það þegar börn- in buðu þeim til leiks. Þetta er í samræmi við svörin við spurningakönnuninni þar sem flestir þátttakendur svöruðu að þeir tækju þátt þegar börnin bæðu um það. Þegar svör leikskólakennara voru borin saman við svör ófaglærðs starfsfólks kom í ljós að leikskólakennarar sögðu oftar að þeim fyndist að þeir ættu að hafa áhrif á leikinn. Þeir sögðu einnig oftar að þeir tækju þátt í leik þegar börnin bæðu um það, en ófaglært starfsfólk sagði hins vegar að það tæki þátt þegar börnin væru með ærsl og læti. Þessar niðurstöður í heild sinni gefa til kynna að starfsfólk íslenskra leikskóla haldi sig mjög til hlés þegar börn eru að leik á hlutverkaleiksvæðum og virðist vera hikandi að taka þátt í leiknum nema frumkvæði komi frá börnunum. Þetta er mjög ólíkt rannsóknarniðurstöðum frá bandarískum leikskólum, þar sem starfsfólk leik- skóla hefur mjög mikil afskipti af leik barna og reglur kveða á um að fullorðnir eigi að vera til staðar öllum stundum þar sem börnin eru að leik. Rannsóknir í banda- rískum leikskólum sýna að leikskólakennarar leiða og hafa afskipti af leik barna og ágreiningi (Suzuki og Boomer 1997, Corsaro og Schwarz 1991). Hins vegar eru íslensku niðurstöðurnar í samræmi við rannsóknarniðurstöður frá Norðurlöndunum. Norrænar fagbækur um hlutverk og mikilvægi leiksins gefa til kynna að leikskólakennarar séu hikandi við að hafa afskipti af leiknum. Ám (1984) segir að það sé ekki hefð fyrir því í norskum leikskólum að fullorðnir taki þátt í leik barna. Leikskólakennarar hafi tilhneigingu til að líta á leikinn sem eitt- hvað til að horfa á en ekki til að snerta. Nýleg rannsókn í Svíþjóð (Ivarson 1996) sýnir að helmingur barna í þeim leikskólum, sem athugaðir voru, lék sér án þess að fullorðnir væru til staðar og sænskir leikskólakennarar sem tóku þátt í rannsókn- inni lögðu áherslu á mikilvægi þess að börn lékju sér ein og fengju tækifæri til að stjórna leik sínum og á þann hátt gera tilraunir með reglur, viðmið og félagslega hæfni. Margir leikskólakennarar í rannsókninni lögðu líka áherslu á að starfsfólkið ætti að hafa áhrif á leikinn með því að vera til taks svo bömin fyndu til öryggis og það ætti að hafa afskipti ef barn væri skilið útundan. Birgitta Knudsdottir-Olofsson (1991) vann að rannsókn í sænskum leikskólum þar sem hún í upphafi kynnti fyrir 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.