Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 53

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 53
JÓHANNA EINARSDÓTTIR (Stefán Ólafsson 1996). Meira en 90% þjóðarinnar býr á þéttbýlisstöðum og rúm 60% á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur nú þegar mörg einkenni stórborgar, bæði kosti og galla. Þrátt fyrir það hafa börn á íslandi mikið frjálsræði en þurfa jafnframt að axla ábyrgð á sjálfum sér og jafnvel yngri systkinum mjög ung. Baldur Kristjáns- son (1991) fann í rannsókn sinni á slysum á leikskólabörnum að íslensk börn njóta lítillar leiðsagnar fullorðinna í daglegu lífi, íslenskir foreldrar telja að börn eigi að vera frjáls og þau eigi að læra sjálf með því að takast á við þær ögranir sem á vegi þ'eirra verða. Það má leiða líkur að því að uppeldi og kennsla í leikskólum landsins endur- spegli að mörgu leyti uppeldisaðferðir í þjóðfélaginu. Niðurstöður þessarar rann- sóknar benda til þess að hlutverk og þátttaka starfsfólks leikskóla í leik barna teng- ist menningarlegum bakgrunni og gildismati íslensks þjóðfélags. í athugununum kom í ljós að börnin voru oft ein að leika sér og það var lítið um að starfsfólkið tæki þátt í leiknum nema að börnin bæðu um það. Það felur í sér að börnunum var gefið mikið frelsi en á sama tíma fengin mikil ábyrgð. Rannsóknir á hlutverki kennara í leik barna sýna að hægt er að líta á áhrif kenn- ara á leik bama á ási. Á öðrum enda ássins hefur kennarinn eingöngu áhrif á leik- inn með því að skipuleggja leiksviðið, þ.e. undirbúa efni, leikmuni, og gefa tíma og rými fyrir leikinn. Á hinum endanum stjórnar kennarinn leiknum. Hlutverk kenn- arans og kennsluaðferðir eru m.a. háðar menningarlegu gildismati, og endurspegla hugmyndafræði, gildismat og heimspeki kennarans. Áframhaldandi rannsóknir Þessi rannsókn er hin fyrsta sem gerð hefur verið á leik í íslenskum leikskólum. Rannsóknin vekur þær spurningar hvort leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla eigi að reyna að finna einhvers konar jafnvægi milli þess að vera stöðugt að skipta sér af leik barnanna og hins vegar afskiptaleysis. Það getur verið erfitt að finna þetta vægi. Sé börnunum leyft að leika sér einum þá læra þau að takast á við ýmiss konar félagslegar aðstæður og leysa margvíslegan vanda. Hins vegar er hætta á því að yngstu börnin, þau börn sem minna mega sín félagslega og börn með sérþarfir fái minna út úr leiknum og verði undir. Starfsfólk leikskóla þarf að vera næmt fyrir þörfum barnanna og gera sér grein fyrir hvenær það er að þrengja sér inn í leik þeirra og hvenær það er til hjálpar. Til þess að geta metið hvenær þörf er á afskipt- um þarf starfsfólkið að hafa góða þekkingu á leik barna, þekkja einstaklingana og þarfir þeirra fyrir örvun, og einnig barnahópinn. Frekari rannsókna er þörf til að fá vitneskju um hvenær starfsfólkið hefur afskipti af leiknum og hverjar afleiðingarnar eru. Einnig er áhugavert að athuga þá hugmyndasýn sem liggur að baki kennsluaðferðunum og ákvörðunum starfsfólks- ins. 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.