Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 73

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 73
INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON SÉRHÆFÐ ÞEKKING KENNARA /þessari grein er kynnt rannsókn á hvað einkennir sérhæfingu íslenskra grunnskólakennara og á hvern hátt starfþeirra hefur breyst á síðastliðnum 30 árum. Greinin byggist á viðtals- rannsókn við 19 kennara semfór fram veturinn 1996-1997. Spurt var um áhrif samfélags- breytinga á skólastarfið, samvinnu kennara, kennsluaðferðir, undirbúning undir kennslu og námsmat. Viðtalsrannsóknin er sett í samhengi við erlendar rannsóknir á því hvað ein- kennir fagmennsku og sérhæfingu og svör kennaranna túlkuð á þann veg að starf grunn- skólakennara sé vandasamara og flóknara en sambærilegt starf um 1970 og að það krefjist sérhæfðari þekkingar og leikni en þá. Því er haldið fram að rannsóknir á kennarastarfinu, hvort heldur er sálfræðilegar, kennslufræðilegar, félagsfræðilegar eða menntunarfræðilegar, séu félagsleg stjórnlist kennara til að efla kennslu og auka virðingu fyrir starfinu.' KENNINGAR UM FAGMENNSKU OG SÉRHÆFÐ STÖRF Nútímaþjóðfélög virðast í auknum mæli byggjast á sérhæfðri vinnu og þekkingu einstaklinga. Hópar fólks gera tilkall til einkaréttar á vinnu á grundvelli menntunar, prófa eða þess að hafa vit á ákveðnu málefni. Margir starfshópar, þeirra á meðal kennarar á öllum skólastigum, taka þátt í umræðu um fagmennsku og réttindi. Félagsfræðingar, sagnfræðingar og aðrir fræðimenn einbeita sér að því að reyna að skilja þessa þróun. Þeir hafa rannsakað það sem á ensku er kallað professionalism og hefur oftast verið nefnt fagmennska eða fagvitund hér á landi. Slíkar rannsóknir hafa löngum einkennst af tilhneigingu til að skoða fagmennsku og þá þróun sem leiðir til hennar sem almennt fyrirbrigði. Þessir fræðimenn hafa reynt að afmarka þau skilyrði sem starfshópur þarf að uppfylla til að teljast fagstétt (profession), svo sem réttindi, völd og stöðu starfshópsins í samfélaginu. Einnig er horft á fagleg atriði, svo sem hvort fagtímarit eða siðareglur eru til staðar. Þá leita þeir oft að vísbendingum um ákveðin skeið sem starfshópur er talinn þurfa að fara í gegnum áður en hann verður að fagstétt, svo sem hvenær starfshópurinn fær úrslitaáhrif á hver má mennta sig til starfsins eða hvort viðkomandi stétt hefur sett sér siðareglur. Þroskaferillinn frá því að vera ekki fagstétt yfir í það að vera fagstétt er kallaður professionalization sem ég hefi ekki fundið betri þýðingu á en einfaldlega þróun fagstéttar. Nokkuð útbreidd samstaða hefur þótt vera meðal fræðimanna um að til væru meginviðmið um hvað einkenni fagmennsku (Hoyle 1980/1969). Sumir Þakkir til Vísindasjóðs fyrir styrk sem nýttur var til undirbúnings og Rannsóknasjóðs Háskólans á Akureyri sem styrkir rannsóknina. Til kennaradeildar Wisconsin-háskóla í Madison fyrir aðstöðu við að skrifa greinina. Til Ólafar Bjargar Steinþórsdóttur kennara og doktorsnema og Sigurjóns Mýrdals dósents og félaga fyrir yfir- lestur. Til nítján grunnskólakennara fyrir þátttöku í viðtölunum. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 8. árg. 1999 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.