Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 74

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 74
SERHÆFÐ ÞEKKING KENNARA fræðimenn leggja þó sérstaka áherslu á skilyrðin en aðrir á ferilinn og nokkur munur er á hvernig viðmiðin eru skilgreind (Abbott 1988). Auk þess fela hefð- bundnar kenningar um fagmennsku gjarna í sér það mat að sumir starfshópar, svo sem kennarar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar (Etzioni 1969), muni aldrei verða „prófessjónal" því að þá skorti forsendur til að geta orðið þroskuð starfs- grein, t.d. sé hæpið að þessir hópar hafi möguleika á að ná viðlíka völdum og lög- fræðingar eða læknar. Þeir fræðimenn eru þó til sem hafa ekki sérstakan áhuga á því hvort störf eigi sér almennan þroskaferil og vilja að hugað sé betur að því í hverju hvert og eitt starf felst til að skilja stöðu þess í samfélaginu. Bandaríski félagsfræðingurinn Andrew Abbott (1988) telur heppilegast að rannsaka á hvern hátt vinna sé skipulögð í tilteknu þjóðfélagi og hvernig verkaskipting þróist. Hann spyr spurninga á borð við þessar: Hvenær verður starf þess eðlis að til þess þarf sérhæfða þekkingu? í hvaða verkefni þurfum við „sérfræðinga" af því að „hver sem er" ræður ekki við starfið? Hvenær er sérhæfð þekking svo nauðsynleg að hún krefst þess að starfsmaðurinn sinni verki sínu í fullu starfi og forðist að vera að fúska við eitthvað annað af því að það dregur úr kröftum hans til að fylgjast með á meginstarfssviðinu? Hér hafa þó hin hefðbundnu viðhorf líka sitt að segja. Starfshópar eru undir svo miklum áhrif- um frá hefðbundnum kenningum um fagmennsku að þeir leggja oft mikla áherslu á formlegan einkarétt til tiltekinnar vinnu. Eg hef um skeið unnið að rannsókn á íslenska kennarastarfinu1 þar sem ég tek m.a. mið af hugmyndum Abbotts um þróun verkaskiptingar og sérhæfðra starfa. Markmið rannsóknarinnar er að svara því hvað í starfinu krefjist sérhæfðrar þekk- ingar eða leikni (jafnvel sérstakra viðhorfa) og hvernig kennarar og aðrir skilja þýð- ingu þeirrar sérhæfðu vinnu. Meginmarkmið mitt með rannsókninni er að fá upp- lýsingar um það hvernig kennarastarfið íslenska hefur breyst á síðustu áratugum og hvort greina megi breytingar í þá veru að það krefjist sérhæfðari þekkingar og leikni nú undir aldamót en í kringum 1970.2 Þótt ég leiti ekki að táknum hefð- bundinna kenninga um réttindi, völd og stöðu kennara í samfélaginu tel ég samt að samfélagsleg virðing skipti máli þegar starf kennara er metið og kem ég betur að því í síðasta hluta greinarinnar hvernig rannsóknir skipta máli í baráttu fyrir virð- 1 Hugtakið „íslenska kennarastarfið" er nokkuð víðtækt og gæti auðveldlega vísað til kennslu á fjórum skóla- stigum auk þess sem danskennarar, jógakennarar, tölvukennarar, ökukennarar og fjölmargir aðrir myndu sjálfsagt flokkast með, þegar svo ber undir. Sé litið á kennslu sögulega er t.d. hugtakið grunnskólakennari mjög nýtt hugtak og leikskólakennari enn þá nýrra. Jafnvel þótt ég takmarki umræðuna í þessari grein við starf grunnskólakennara ber á það að líta að enginn kennaranna var grunnskólakennari þegar hann hóf starf sitt sem kennari (fyrirbrigðið grunnskóli var ekki til þá). Ég hef heldur ekki ákveðið hvort ég muni víkka rann- sóknina út fyrir þann hóp kennara sem kennir í skyldunámsskólanum sem síðastliðinn áratug hefur fallið saman við grunnskólastigið. Yfirskriftin „kennari" má því gjarna vera opin því að aðferðirnar sem ég beiti við að rannsaka starfið eru ekki bundnar við eitt skólastig eða tiltekinn kennarahóp, heldur er ég að rannsaka breytingar í skólastarfi og breytingar í samfélaginu sem snerta kennslu á mörgum skólastigum og e.t.v. líka utan hins opinbera, stigskipta skólakerfis. 2 Heildarrannsóknin heitir á íslensku Kennarastarfið og kenningar um fagstéttir. Auk markmiðsins um að kanna breytingar á íslenska kennarastarfinu er meiningin að taka þátt í félagsfræðilegri og menntunarfræðilegri um- ræðu á alþjóðlegum vettvangi um þróun kennarastarfsins og annarra sérhæfðra starfa. Viðfangsefni þessarar greinar er brot af heildarviðfangsefninu. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.