Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 75

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 75
ÍNGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON ingu. í þeirri umræðu styðst ég við hugmyndir franska félagsfræðingsins Pierres Bourdieus um félagslega stjórnlist sem einstaklingar og hópar beita í slíkri baráttu. Greinin skiptist í fjóra hluta, auk inngangs. Fyrst rek ég hugmyndir annarra fræðimanna um í hverju sérhæfni kennarastarfsins gæti falist. Þá afmarka ég við- fangsefni greinarinnar með rannsóknarspurningum. Síðan segi ég frá viðtalsrann- sókn við íslenska kennara veturinn 1996-1997 og því sem þar kemur fram um sér- þæfni. Loks rökræði ég þær niðurstöður með hliðsjón af hagnýtingu þeirra fyrir þróun þekkingar á kennarastarfinu og félagslega og pólítíska stjórnlist kennara. SÉRHÆFÐ ÞEKKING KENNARA Margir erlendir fræðimenn hafa rannsakað kennarastarfið sem sérhæft starf, eink- um út frá sálfræðilegum og kennslufræðilegum forsendum. Bandaríkjamennnirnir Robert J. Sternberg og Joseph A. Horvath drógu saman hluta þessara rannsókna í grein sem birtist í tímaritinu Educational Researcher árið 1995. Þeir rekja m.a. það sem þeir telja að greini reynda kennara frá nýliðum. Þeir tiltaka þrjá þætti, þekk- ingu, skilvirkni og innsæi, sem þeir álíta að unnt sé að nota til að greina sérhæfingu (expertise) reyndra kennara sem taldir eru standa sig vel í starfi. Ég lít því svo á hér að þeir séu að tala um „sérfræðinga". í næstu þremur efnisgreinum er rakin saman- tekt Sternbergs og Horvaths. Þekking er notuð á annan hátt hjá reyndum kennurum en óreyndum. En hvers konar þekking? Sternberg og Horvath styðjast við skiptingu Shulmans (1986) sem hann byggir á vel þekktum rannsóknum. I fyrsta lagi er það þekking á námsefninu sem á að kenna. í öðru lagi er það þekking á því hvernig á að kenna, þ.e. uppeldis- og kennslufræðileg þekking, t.d. á því hvernig hópaskipulag er hentugt, hvernig er gott að hvetja nemendur, hvernig á að meta nám o.s.frv. Þetta samsvarar því sem nefnt er bekkjarstjórnun þegar við tölum um þess háttar þekkingu í þrengri og hag- nýtari tilgangi. Og í þriðja lagi er það uppeldis- og kennslufræðileg námsefnisþekking (pedagogical content knowledge), þ.e. skipulag efnis í þeim tilgangi sem verið er að kenna það, hvaða hugtök eiga við, hvernig á að leiðrétta ranghugmyndir (miscon- ceptions) o.s.frv. Það er sem sé ekki nóg að kunna fagið sitt vel til að verða góður, sérhæfður kennari, heldur er hér þáttur sem skiptir sköpum, tengiþáttur milli fags og svokallaðrar uppeldis- og kennslufræði. Þannig þarf ég ekki einungis að kunna sagnfræði vel til að verða almennilegur sögukennari - og það dugar ekki að læra góða kennslutækni til að koma hinni sagnfræðilegu visku á framfæri. Nei, ég þarf að vera fær um að skilja tilgang sagnfræðinnar, ekki bara sem fræðigreinar í samfé- laginu, heldur og sem kennslugreinar í skóla, og geta gert mér grein fyrir því sem máli skiptir til að venjulegur nemandi geti lært og skilið sögu sér til gagns og gam- ans. Annar aðalþátturinn er skilvirkni. Reyndir kennarar gera meira og betur á styttri tíma en nýliðar eða kennarar sem ekki hafa náð „sérfræðingstökum" á starfinu, e.t.v. þrátt fyrir langa reynslu. Þetta gildir bæði um það sem viðkomandi hefur áður fengist við og ný viðfangsefni. Bekkjarstjórnun er orðin meira og minna sjálfvirk eða a.m.k. mjög fyrirhafnarlítil og tök á námsefninu góð. Sumir kennarar nota t.d. 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.