Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 76

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 76
SÉRHÆFÐ ÞEKKING KENNARA örfáa daga í byrjun skólaárs til að festa í sessi vinnureglur til að fara eftir um veturinn (sjá t.d. rannsókn Leinhardt, Weidman og Hammond 1987). Sternberg og Horvath benda ennfremur á að raunverulegir sérfræðingar, kennarar sem aðrir, sækist gjama eftir að lenda í aðstæðum sem ekki hafa komið upp áður; þeir sem eru ekki þess háttar sérfræðingar eða nýliðar séu lengur að bregðast við og leiti síður nýrra leiða enda vinni þeir innan ramma þess sem þeir þekkja. Sérfræðingar gera hlutina ekki endilega eftir hefðbundnum leiðum við kennslu þótt þeir hafi vald á þeim og eru naskari en aðrir við að finna hluti í skólastarfinu almennt sem má bæta. Þetta stafar m.a af því að þeir ráða við starfið eins og það er og þurfa ekki að eyða tíma í að læra það. Þriðji aðalþátturinn, innsæi, einkennist m.a. af vitrænum ferlum þar sem tengj- ast saman á skapandi hátt upplýsingar og aðgerðir sem ekki liggur í augum uppi að eigi saman. Reyndir kennarar eru líklegri en nýliðar til að ráða fram úr viðfangsefn- um á nýstárlegan hátt, hvort sem það er aðsteðjandi vandi eða áhugaverðar breyt- ingar, vegna þess að slíkar tengingar eru þeim fyrirhafnarminni. Nýliða skortir jafnan hið starfstengda innsæi, enda þótt fjölmargir nýliðar geti verið bráðefnilegir í mannlegum og námslegum samskiptum. Flestir sem ég þekki, utan og innan kenn- arastéttar, hafa óbifandi trú á að innsæi sé einn drýgsti þátturinn í að skapa góða kennara. Ég tel raunar líklegt að innsæi og áhugi á nemendum séu meginforsendur þess að þekking og skilvirkni komi að gagni. Einnig söfnuðu Sternberg og Horvath saman atriðum sem rannsóknir höfðu sýnt að leiddu til árangursríkrar kennslu og bjuggu til „staðalkennara" með dæmi- gerða eiginleika („prótótýpu"). Enginn einn kennari gæti þó verið búinn öllum þeim hæfileikum á sviðum þekkingar, skilvirkni og innsæis sem staðalkennarinn hefur og kennari getur verið frábær með tiltölulega fáa þessara eiginleika. Staðlar væru þess vegna margs konar: ein tegund fyrir kennara yngstu barna, önnur fyrir enskukennara, sú þriðja fyrir sögukennara og svo koll af kolli. Og líkast til eiga góð- ur leikskólakennari og góður efnafræðikennari í háskóla aðeins sumt sameiginlegt. Ég hef stuðst hér við samantekt Sternbergs og Horvaths ekki síst til að sýna dæmi um hinar umfangsmiklu rannsóknir sem hafa farið fram á sérhæfðu starfi kennara. Mörg alþjóðleg tímarit birta reglulega slíkar rannsóknarniðurstöður, t.d. Teaching and Teacher Education. Sem dæmi um íslenskar rannsóknir á þessu sviði má nefna rannsóknir þeirra Sigrúnar Aðalbjarnardóttur (1992,1999a, 1999b) og Hafdís- ar Ingvarsdóttur (1997). RANNSÓKNARSPURNINGAR OG AÐFERÐAFRÆÐI Niðurstöður hinna erlendu rannsókna sem þeir Stemberg og Horvath styðjast við í kenningasmíð sinni eru mjög gagnlegar í þeirri viðleitni að kanna hvort kennara- starfið krefjist mjög sérhæfðrar þekkingar og leikni, þ.e. það sem Abbott vill kanna í sambandi við þróun fagstétta og sérfræðistarfa. I viðtalsrannsókn minni, sem ég segi frá hér á eftir, spurði ég einkum um breytingar á eftirtöldum sviðum: viðfangs- efni kennarastarfsins, kennsluaðferðir, námsefni, vinnulag og tilætlanir foreldra, barna og samfélags. Ennfremur spurði ég um áhrif samfélagsbreytinga á kennara- 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.