Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 84

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 84
SÉRHÆFÐ ÞEKKING KENNARA miðsbundins náms og einstaklingsbundins náms svo og framkvæmd kennslu í skóla- stofu eru flóknari verkefni en sá undirbúningur kennslu sem tíðkaðist um 1970. Með þessu er þó ekki verið að gera lítið úr kennslu reyndra og góðra kennara enda tóku margir viðmælenda minna rækilega fram að þeir hefðu lært góð vinnubrögð af þeim kennurum sem þeir unnu með. Hlutverk kennara hefur líka breyst umtals- vert, eins og fram kemur í ofangreindum ummælum. Eitt af því, aukin skráning upplýsinga, er líka eðlileg afleiðing þess að kennurum finnist þeir þurfa að vita hvar nemendur eru staddir í námsefninu og þeir treysta ekki á að muna hvar 20-30 nemendur eru staddir. Aukin skráning upplýsinga tengist kröfum um að meta nám nemenda á fjölbreyttari hátt en tíðkaðist og aukin skráning kennsluáætlana tengist kröfum um að meta skólastarfið. Við þetta bætist að nemendur eru ekki jafn „meðfærilegir" og þeir voru um 1970. Námsmat Námsmat er meira skráð en áður og fleiri þættir eru metnir en áður. Tvímælalaust er það vandasamara og flóknara en að leggja fyrir próf og láta einkunn ráðast ein- göngu af því. Dæmi um þætti, sem eru skráðir, eru hegðun, frumkvæði, þátttaka í samvinnu, hvort farið er vel með hluti, hvort hlutum er gleymt og margt fleira. Jafnframt er nú niðurstaða úr því sem var gert í raun og veru í kennslustofunni iðulega borin saman við markmið námskrár. Tinna ívarsdóttir segir að aðferðir við námsmat hafi breyst mikið. Mikið af upplýsingum um námsgetu, vandvirkni, hegðun o.fl. er skráð, jafnvel eftir hverja kennslustund, en a.m.k. teknar margar prufur á hverri önn. Efþetta er vel gert,fæst mikið út úr þessu. Þessu er skilað til umsjónarkennara ef um er að ræða matsblöð frá fagkennara. Skráning afþessu tæi var næsta lítil árið 1971. Þetta er tvímælalaust flóknari og sérhæfðari vinna núna. Björg Helgadóttir ræðir um námsmat og upplýsingar sem eru sendar milli skóla: Áður bara einkunn, einkum byggð á prófi (e.t.v. skyndiprófum og í mesta lagi vinnubók til viðbótar) og fjöldi daga í skóla, þ.e. mæting. Nú er margt fleira metið sem tilheyrir vinnubrögðum nemandans, svo sem hversu nemandi er fljótur að koma sér að verki og hversu vel hann tekur þátt í umræðum. Margt er skráðform- lega og annað óformlega. Upplýsingar þurfa aðfylgja börnum milli stiga og skóla, t.d. til að meta þörf þeirra fyrir sérkennslu. Próf á þannig ekki að nota til að gefa einkunnir, heldur til að greina þarfir. Sérkennsluþörf sem uppgötvast á unglings- árum hefði oftast átt að vera unnt aðfinna hefði eðlilegri greiningu verið beitt og síðan fylgst með og skráðar upplýsingar og þeim tniðlað með barni. Ingimar Yngvason talar um fjölbreytni í því sem er metið: í upphafi var þetta einhliða þekkingarmat og í mesta lagi líka eitthvað metin hegð- un. Núna er formlegt mat þrisvar á ári og ýmsir þættir aðrir en þekking metin, svo sem framfarir, félagsleg tengsl, hegðun, leiðtogahæfileikar, stundvísi o.fl. Á þessum þáttum er nákvæmari skráning en áður sem undirbúningur undir foreldrafundi þegar skriflegu námsmati er skilað. Auðvitað er framkvæmdin eitthvað misjöfn en lagt er upp með að slíkir þættir séu nákvæmlega skráðir. Áður lá þrengri merking í A 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.