Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 86

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 86
SÉRHÆFÐ ÞEKKING KENNARA hafi mjög aukist á margvíslegum sviðum: íhlutun í uppeldi barna, samstarf við aðra um málefni einstakra nemenda, fjölbreytni í kennsluaðferðum og meiri skráning, bæði almennt og í tengslum við námsmat. Kennarar nefndu önnur atriði, svo sem skólanámskrárgerð og sjálfsmat skóla sem lítið er fjallað um hér. Sennilega er óhætt að fullyrða að það er erfiðara að sinna öllum þessum þáttum vel en það var um 1970 en líka er mögulegt að ungum kennurum hafi hætt til að vanmeta hversu starfið var vandasamt þegar þeir hófu störf. Þjóðfélagsbreytingar og „öðruvísi" nemendur eru þau atriði sem bar hvað hæst þegar spurt var um breytingar á starfinu og í annarri viðtalsrannsókn sem fram fór fyrri hluta ársins 1999 þóttu þessar breytingar jafnvel enn þá meira áberandi.3Slíkar breytingar eru þó varla þeir þættir sem hafa aukið mest sérhæfingu í starfi kennara heldur hafa þær ekki síst margföldunaráhrif á aðra þætti. Mér þykir t.d. ljóst að þjóðfélagsbreytingar og breytingar á börnum séu sterkir áhrifavaldar á samstarf vegna sérkennslu þar sem hraði breytinga gerir heimilum og kennurum erfiðara um vik en ella að takast á við úrlausn margvíslegra mála án aðstoðar alls konar sérfræðinga. Mér þykir líka ljóst að þjóðfélagsbreytingar og breytingar á skipulagi kennslu og námsmats haldist í hendur á þann hátt að örar þjóðfélagsbreytingar kalli á aukna kunnáttu kennara á mörgum sviðum. En er kennsla þá sérhæfðari vinna nú en um 1970? Og ef svo er, þá í hvaða skiln- ingi? Já, ég tel að vinnan núna sé sérhæfðari en hún var um 1970. Kennarar þurfa að búa yfir fjölbreyttari vinnuaðferðum við uppeldi, kennslu og námsmat en áður tíðkaðist til að geta sinnt starfinu vel. Ef ég lít á atriðin þrjú sem Sternberg og Hor- vath skilgreina, þ.e. þekkingu, skilvirkni og innsæi, þá er næsta víst að kennarar þurfa á sértækari þekkingu að halda, bæði almennt og í einstökum atriðum. Með því á ég við að þeir þurfa að kunna skil á margvíslegum skilgreiningum, t.d. um náms- örðugleika, skilgreiningum sem voru annaðhvort ekki til eða óþekktar hérlendis um 1970. Það er líka hæpið að kennurum dugi ein kennsluaðferð eða ein aðferð við námsmat (t.d. próf) til að uppfylla almennar kröfur í starfi. Líklegt er að öll þessi atriði leiði einnig til þess að kennarar þurfi að búa yfir meiri skilvirkni en þurfti um 1970, einfaldlega til að ráða fram úr mörgum viðfangsefnum í einu. Til dæmis þurfa þeir að geta valið viðeigandi kennsluaðferð við margvíslegar aðstæður og haft yfir- sýn yfir námsferil margra nemenda sem eru á ólíkum stöðum í námsefninu. Hvað varðar innsæi þá mætti reyndar leiða að því rök að aukin þekking á margvíslegum atriðum leiði til þess að kennarar þurfi síður á innsæi að halda. Því er þó ekki 3 Rannsóknin sem ég vísa hér til heitir Educational Govcrnancc and Social lntegration/Exclusion. Hún er styrkt af Evrópusambandinu og fer fram í níu Evrópulöndum og Ástralíu á árabilinu 1998-2000. Auk mín eru íslensku þátttakendumir þau Guðrún Geirsdóttir, Gunnar E. Finnbogason, Kristín Indriðadóttir, Ólafur J. Proppé, Regína Stefnisdóttir, Sigurjón Mýrdal og Þorsteinn Gunnarsson. f hverju landi er m.a. rætt við nokkra tugi kennara, skólastjóra og annars skólafólks og viðhorf könnuð til þeirra áhrifa sem breytingar á stjórnunar- háttum í menntakerfum hafa á jafnrétti og blöndun. f viðtölunum hér á landi spurðum við gjama fyrst að því hverjar væru mikilvægustu breytingar í skólamálum síðastliðin fimm til fimmtán ár. Ótrúlega margir svöruðu að skólastarfið væri erfiðara vegna meira agaleysis í skóla og samfélagi. Enda þótt úrvinnslu þeirra viðtals- gagna hafi ekki verið lokið þegar þetta er ritað (sjá þó Sigurjón Mýrdal og Ingólf Ásgeir Jóhannesson 1999) þykir mér Ijóst að niðurstöður úr þeim viðtölum og mínum viðtölum veturinn 1996-1997 fari að verulegu leyti saman. 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.