Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 87

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 87
INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON haldið fram hér, heldur endurtekið það sem ég sagði fyrr í greininni að líkast til er það innsæi kennara sem ræður úrslitum um að aukin þekking og leikni leiði til aukinnar skilvirkni og til einhvers gagns yfirleitt. Svörin við fyrstu tveimur spurn- ingunum, Er kennarastarfið orðið vandasamara ogflóknara en það var um 19701 og Krefst kennarastarfið sérhæfðari þekkingar og leikni en það gerði um 1970? eru því já. Líta ber á þessar niðurstöður sem traustar tilgátur fremur en algild sannindi því unnt er að telja upp ýmis atriði sem ástæða væri til að rannsaka betur fyrir utan fyrirvara sem komu fram í viðtölunum. Lítum þá á síðari spurningarnar tvær, þ.e. Ceta rannsóknir á starfi kennara bætt vinnubrögð þeirra? og Ættu rannsóknir á starfi kennara að auka virðingu fyrir kennara- starfinu í samfélaginu? Fyrrnefndur Abbott (1988) hefur bent á að í nútímaþjóðfélög- um sé sérfræðiþekkingin í fólki fremur en í stofnunum eða reglum. Hann heldur því einnig fram að eftir því sem slík þekking sé óhlutbundnari (betur skilgreind, formlegri), því meira vægi hafi hún í þjóðfélagslegum átökum um yfirráð starfs- greina yfir tiltekinni vinnu. Hann segir að þetta stafi af því að almenningur virðist trúa því að óhlutbundin fagþekking sé til marks um hagnýta starfsþekkingu. I þessu tilviki ætti kennari sem hefur mjög mikla þekkingu, bæði á því hvernig börn og unglingar hugsa og á þeim námsgreinum sem hami kennir, að hafa burði til að vera góður kennari. Ég nefni þessa trú á óhlutbundna formlega þekkingu, sem helst er „mæld" með prófum, ekki vegna þess að ég telji að hún eigi svo mjög við um skoðanir á hæfileikum kennara, heldur vegna þess að þrátt fyrir allt á þessi hug- mynd sennilega tiltölulega lítið við um kennara. Önnur djúpstæð hugmynd af ætt- bálki goðsagna, andstæð þeirri sem Abbott nefnir, er sú að því meiri þekkingu sem einstaklingur (t.d. kennari) býr yfir, þeim mun ólíklegra sé að honum takist að tala við þá sem minna vita (t.d. nemendur) á því „plani" sem þeir eru á. Þetta sjónarmið kemur oft fram í umræðum um kennarastarfið: kennari á ekki að þurfa að vita mikið til að geta náð til barna. Ég fer hér ekki ofan í mótsagnirnar í báðum sjónar- miðunum, mótsagnir sem raunar er óhætt að flokka sem öfga. Ég tel að áhersla Sternbergs og Horvaths á skilvirkni og innsæi sé leið til að komast framhjá þessum öfgasjónarmiðum: ef kennarar hagnýta sér reynslu sína til að þróa með sér skilvirk vinnubrögð og þroska innsæi í starfi, þá og sennilega eingöngu þá kemur óhlut- bundna þekkingin, hvort sem það er á námsefni, kennsluaðferðum eða uppeldis- gildi námsefnis (sbr. þrískiptingu Shulmans 1986, sjá framar), að gagni. í þessari grein hef ég stuðst við tvenns konar hugmyndir, annars vegar sál- og kennslufræðilegar rannsóknir á starfi kennara og hins vegar félagsfræðilegar kenn- ingar um þróun fag- og sérfræðistarfa. Spurningin Geta rannsóknir á starfi kennara bætt vinnubrögðþeirra? vísar til markmiða sál- og kennslufræðirannsókna á kemrara- starfinu. Markmið þeirra er að finna út hvað „góðir kennarar" gera sem gerir þá svo hæfa í starfi og freista þess að nýta þá þekkingu til að bæta kennslu og kennara- menntun. Rannsóknir af þessu tæi skipta tugum eða hundruðum þúsunda og ég drep hér einfaldlega niður í þeirri ritgerð um efnið sem ég var að ljúka við að lesa þegar ég hófst handa við uppkast þessarar greinar. Þar sé ég strax að höfundar hennar, spænsku fræðimennirnir Emilio Sánchez, Javier Rosales og Isabel Canedo (1999), velta fyrir sér að ekki sé jafnauðvelt og ætla mætti í fljótu bragði að komast 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.