Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 107
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON
innan skólans sem hann hefur forræði yfir. Beita má tveimur hugtökum til að skýra
þetta betur, þ.e. athafnastyrkur einstaklinga og svigrúm til athafna sem skapast
innan skóla. Ef tryggja á svigrúm einstakra kennara til nýbreytni þurfa aðgerðir af
hálfu stjórnenda að koma til auk frumkvæðis kennara. Skólar þurfa að skapa sér
vettvang þar sem kennarar miðla hver öðrum af reynslu sinni og þekkingu með
reglubundnum hætti. Þannig fær athafnastyrkur hvers kennara að njóta sín jafn-
framt því sem forsendur skapast fyrir samstöðu um breytingar og stefnumörkun
fyrir skólann í heild.
LOKAORÐ
Helstu niðurstöður okkar eru að námskeiðin höfðu í raun hvatt flesta kennara til að
reyna nýjungar í starfi. Þátttakendur námskeiðanna nefna mörg dæmi um þetta.
Því hefur stundum verið haldið fram að stutt endurmenntunarnámskeið séu kenn-
urum fremur afþreying og tilbreyting en að afrakstur skili sér til nemenda. Sú virð-
ist ekki raunin hvað þessi námskeið varðar. Ahrifin voru veruleg þann tíma sem
rannsóknin tók til. Virðist það ekki síst að þakka fjölþættum efnistökum í anda
líkans Joyce og Showers þar sem endurmenntun nær yfir þætti allt frá kynningu á
hugmyndum, sýnikennslu, þjálfun við tilbúnar aðstæður til endurgjafar í starfi og
aðstoðar og stuðnings.
Við teljum okkur geta merkt nokkurn mun sem er háður námskeiðsformi. Öll
hafa námskeiðin eflt þor þátttakenda á ólíkum sviðum en endurkoma, ráðgjöf og
heimsóknir leiðbeinenda í skóla voru greinilega sérstök hvatning til nýbreytni. I
öllum tilvikum kom í ljós að stuðningur, nánast persónuleg hvatning, skipti miklu
máli. Þetta átti jafnt við um hagnýtu námskeiðin sem það sem eingöngu var bók-
legs eðlis. Kennarar höfðu fyrirfram einkum vænst þess að öðlast aukna færni og
þekkingu á námskeiðunum. Að þeim loknum skipuðu þættir eins og aukið por og
nýjar hugmyndir hærri sess í huga þeirra. Nefna þeir til dæmis nám, kennslu, sköp-
unarmátt barna og víðari sýn á menntunarhugtakið í þessu sambandi. Höfðu þeir
þá ekki árangur sem erfiði?
105