Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 110

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 110
FRUMKVÖÐLAR OG ANNAÐ FÓLK í ÓLGUSJÓ UPPLÝSINGA_______________________ HVERNIG OG HVERS VEGNA? Sá sem hefur fylgst með þróuninni á þessu sviði undanfarin ár tekur eftir því að nokkrir kennarar skera sig úr fyrir það hvað þeir eru duglegir við að fara út í alls konar tilrauna- verkefni sem fela í sér að nota tölvutækninýjungar til að frjóvga skólastarfið og þar á meðal að taka þátt í alþjóðlegum samvinnuverkefnum. Þetta er oftast óhemju vinna og umbun í launum sáralítil, því lék mér forvitni á að vita: í fyrsta lagi hvemig þeir kennar- ar eru sem eru tilbúnir til að fara út í nýjungar á borð við upplýsingatækni í skólastarfi. Jafnframt hefur mér fundist það nokkurt áhyggjuefni hversu lítið þessi tilraima- verkefni hafa smitað aðra kennara af áhuga og hversu sjaldan þau leiða til þess að skólar vinni áfram með svipaðar hugmyndir. Því er önnur spuming mín: Hvað veldur því að nýjungastarf dagar oftar en ekki uppi í stað þess að verða upphaf að þróun? AÐFERÐIR OG FRAMKVÆMD Til að leita svara við þessum spurningum gerði ég dálitla rannsókn á starfi fram- haldsskólakennara á haustmisseri 1998 og byggði á aðferðum eigindlegra rann- sókna, aðallega viðtölum og vettvangsathugun.1 Ég valdi konu sem er íslenskukennari í framhaldsskóla eins og ég sjálf. Mér finnst viðeigandi að kalla hana Heklu með sívirkt eldfjallið í huga. Ég hef fylgst með tilraunastarfi hennar með notkun tölvu í skólastarfi undanfarin ár meðal ann- ars vegna þess að afraksturinn hefur að hluta til birst á veraldarvefnum. Sjálf hef ég mikinn áhuga á málefninu og hef ekki komist hjá því að dást að dugnaði og hugmyndaauðgi Heklu og hef oft spurt mig hvaðan henni komi kraftur og orka sem þarf til að koma því í verk sem hún hefur gert. Hekla hefur margra ára reynslu af íslenskukennslu á framhaldsskólastigi. Hún hefur kennt við tvo framhaldsskóla á landsbyggðinni undanfarin ár og hefur á báðum stöðum verið frumkvöðull að tilraunaverkefnum í upplýsinga- og samskiptatækni. Við lestur á ólíkum nálgunaraðferðum í eigindlegum rannsóknum komst ég að þeirri niðurstöðu að sú aðferð sem kennd er við ævisögur eða lífssögur ætti vel við í mínu tilviki. Sú aðferð leggur áherslu á reynslu einstaklingsins, minningar hans, vangaveltur og túlkanir en það sjónarhorn hjálpar rannsakandanum til að skilja betur aðstæðurnar sem hann er að skoða. Lífssögunálgunin auðveldar dýpri skilning á fyrri reynslu einstaklingsins, því sem hann býr við í nútímanum og hvaða möguleika hann hefur til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Rannsóknaraðferðin byggir einkum á viðtölum sem eru ekki eða að litlu leyti skipulögð fyrirfram en það gefur viðmælanda tækifæri til að segja sögu sína á sinn hátt. Mikilvægt er að kynna reynslu viðmælandans frá hans eigin sjónarhorni, láta hans rödd heyrast. Aðferðin gefur rannsakandanum færi á að draga upp eins konar mósaíkmynd af einstaklingnum og atburðum og fólki í kring- um hann þannig að hægt sé að velta fyrir sér ýmiss konar tengslum, áhrifum og munstrum (Hitchcook and Hughes 1995:185-186). 1 Rannsóknin var gerð sem hluti af námi í aðferðafræði rannsókna - eigindlegar aðferðir í Kennaraháskóla íslands á haustmisseri 1998 undir leiðsögn Guðrúnar Kristinsdóttur, lektors, sjá heimildaskrá. 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.