Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 113

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 113
ÞURÍÐUR JÓNA JÓHANNSDÓTTIR leg að hann verður sífellt að vera að finna upp á einhverju nýju. „Ég er svo hund- leið á þessu venjulega" segir hún á einum stað í viðtalinu. En þar sem frumkvöðlar eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að fara nýjar leiðir ætlast þeir jafnframt til þess að eftir verkum þeirra sé tekið og þurfa á athygli og viðurkenningu að halda. Skólaskipið - ferja í áætlunarsiglingum Ef haldið er áfram með líkinguna um landkönnuðinn mætti líkja skólanum við skip. Kennurunum mætti líkja við áhöfnina og skólastjóranum að sjálfsögðu við skip- stjórann. Þetta er ferja sem siglir milli landa og nemendurnir eru í hlutverki ferða- mannanna. Landkönnuðurinn um borð lítur svo á að þessi sigling eigi að vera skemmtileg og að skemmtunin felist m.a. í því að uppgötva ný lönd. Honum finnst að ferðamennirnir eigi að upplifa ævintýri á siglingunni. Honum tekst við og við að telja skipstjórann á að lána sér bát og fær stundum með sér einhvern úr áhöfninni til að bjóða ferðamönnunum í landkönnunarleiðangur. Stundum finnast athyglisverðir staðir, og hópur landkönnuðarins nær athygli fjölmiðla heimsins fyrir bragðið. En það verður yfirleitt ekkert úr frekari landkönn- un vegna þess að skipstjórinn, áhöfnin og stór hluti ferðamannanna líta ekki svo á að skipið sé landkönnunarskip. Fyrir flesta er aðalatriðið að halda áætlun og skila farþegunum af sér í næstu höfn. Áhöfnin lítur ekki á það sem sitt hlutverk að fara að æða með ærinni fyrirhöfn úr alfaraleið og út í óvissuna. Áhöfnin og flestir ferðamannanna leggja mest upp úr örygginu. Þessar bátsferðir með landkönnuðinum stefna óneitanlega öryggi ferða- mannanna í voða segja þeir. Hann leggur stundum í ferðirnar með tæki sem eru langt í frá tilbúin til notkunar. Þess vegna eru þeir ergilegir yfir óvissuferðum land- könnuðarins og eru lítið fyrir að hrósa honum fyrir afrekin þó svo að þau veki í bland heimsathygli. Ymislegt í viðtali mínu við Heklu virðist mér geta stutt það að þessi líking eigi við. Ég á ekki að halda að ég sé eitthvað Hekla á erfitt með að skilja áhugaleysi samkennara sinna sem hún upplifir ýmist sem tómlæti eða amasemi sem lýsir sér í nöldri. Tómlætið kemur fram í áhugaleysi á því að láta svo lítið að skoða það sem hún hefur unnið að með nemendum sínum og allur heimurinn getur þess vegna séð á Netinu. „...ég held þetta sé bara Jante- loven - ég á ekki að halda að ég sé eitthvað". Ekki hafa allir kennarar sama viðhorf til starfsins og frumkvöðlar eru óvenju- lega nýjungagjarnir. Ég held sko að sumir kennarar vilji gjarnan uppgötva lausnina - á öllum vanda- málum kennslu. En ég uppgötva lausnina á svona tveggja árafresti. Alltafnýja og nýja. Og óneitanlega leggur Hekla stundum upp í ferðir sínar af meira kappi en forsjá og stundum er auðvelt að skilja þá sem ekki eru tilbúnir að fylgja. í viðtölunum kemur ekki fram að unnið hafi verið að þróun tölvunotkunar samkvæmt stefnu, þvert á móti virðist Hekla fá stuðning skólastjórnenda til að fara 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.