Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 114

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 114
FRUMKVÖÐLAR OG ANNAÐ FÓLK í ÓLGUSJÓ UPPLÝSINGA sínar eigin leiðir og gera þær tilraunir sem hún er tilbúin til að leggja á sig, stund- um með styrki í þróunarverkefni til stuðnings. Sömuleiðis virðast hugmyndir þær sem hún vinnur eftir vera alfarið hennar eigin en ekki unnar í neinu samstarfi við samkennarana. Þeirfara að brenna út Dugnaður og ósérhlífni eru áberandi hjá Heklu og hún lítur greinilega svo á að ekki sé um annað að ræða en að vinna þau verk sem vinna þarf til að ná settu marki. Landkönnuður snýr ekki við á miðri leið þó að samferðamennirnir séu lagstir í koju uppgefnir. Um verkefni sem mistókst segir Hekla ástæðuna vera þá að þar var „...enginn agi og engin verkstjórn". Hún telur að til þess að vel takist til með verkefni í notkun upplýsingatækni í skólum þurfi þau að vera smærri í sniðum og betur undirbúin og að þau megi ekki alltaf vera aukavinna. Hún álítur líka að stjórnun skólans skipti miklu máli. Að skólastofnunin verði að vera vel rekin ef vel á að takast til. Þá hefur hún velt fyrir sér hvernig eigi að vinna til að fá fleiri kennara til þess að taka þátt í tilraunum með upplýsingatækni í skólunum. ...ég held að til þess að það blómstri einhvers konar tölvuvinna í skólum þá þurfi að vera einhver sem er ráðgjafi, og sem er ekki tæknilegur ráðgjafi. Því að það eru nú víðast hvar í skólunum einhverjir sem kunna á græjurnar. Heldur sé einhver kenn- ari sem þekkir þennan miðil þokkalega vel og hefur langa reynslu afkennslu, hann verði einhvers konar ráðgjafi sem geti t.d. sest niður með kennurunum eða kennara í einhverri grein og spjallað, bara um það hvernig væri hægt að nota tölvur í þinni grein. [...] bara að leita eftir hugmyndum og hjálpa fólki síðan til að framkvæma hugmyndirnar. Ekki að stýra neinu, ekki að stjórna neitt að ofan, en væri svona hvetjandi ogfengi greitt fyrir það ... kennarar fara ekki afstað nema það sé spjallað svolítið við þá fyrst og hver á að gera það? Og ég mundi sem sé gjarna viljafara í slíkt starf. Það hefur líka vakið Heklu til umhugsunar um hvernig þurfi að standa að hlutunum að fylgjast með áhugasömum frumkvöðlum vítt og breitt um landið sem hafa lagt sig fram á undanfömum árum. Svo virðist sem ekki bætist nýir kennarar í þann hóp. Þetta er alltaf sama fólkið, þetta eru alltaf sömu frumkvöðlarnir sem eru alltaf að vinna þetta íaukavinnu afhugsjón. Þeirfara að brenna út. ...ég hef alltaf þurft að bæta þessu ofan á aðra vinnu. Nú ættu bæði frumkvöðlarnir og skólastjórarnir að vera komnir með nógu mikla reynslu til að draga af henni lærdóma. SAGA FRUMKVÖÐULS Á ÍSLANDI í FRÆÐILEGU SAMHENGI Nú er forvitnilegt að bera þessa sögu saman við erlendar rannsóknir á þessu sviði en um þessar mundir er mjög mikið skrifað um niðurstöður rannsókna á sviði upp- lýsinga- og samskiptatækni. Sviðið er tiltölulega nýtt en þó er víða komin reynsla sem þarf að rannsaka til að læra af hvernig áfram skal halda. 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.