Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 127

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 127
SÓLVEIG JAKOBSDÓTTIR p<0,01), annars konar Netveitur (tölvupóst og -spjall), og leikjatölvur (r(193)=0,255, p<0,001). Enn fremur var tilhneiging til þess að fleiri tölvur væru til staðar á heimili pilta, (r(195)=0,169, p<0,05 og að félagar pilta notuðu meira tölvur en félagar stúlkna. Einnig var tölva fremur iimi í herbergi pilta en stúlkna (r(193)=0,301, p<0,001). Nánar tiltekið sögðust 42% drengjanna hafa tölvu í sínu herbergi en ein- ungis 11% stúlknanna. Ef bræður og systur voru tekin með voru hlutföllin þau að tölva var í drengjaherbergjum í 58% tilvika en einungis í 15% tilvika í stúlknaher- bergjum. Nettenging á heimili var hins vegar óháð kyni. Munur milli skóla/svæða. Ef hver skóli var skoðaður sérstaklega varð myndin talsvert flóknari og þá virtist þessi umtalsverði kynjamunur sem lýst var í færni og viðhorfum vera töluvert háður svæði. Sem dæmi má taka tvo fjölmennustu skólana, sem ég nefni hér skóla A (61 þátttakandi) og B (57 þátttakendur). Hjá þátttakendum í skóla A var um lítinn sem engan kynjamun að ræða í færni (sjá Mynd 1) og í við- horfum (hversu „klárir" nemendur teldu sig vera og hversu spennandi þeim fannst að nota tölvur). Kíkvaðrat-próf sýndu ekki marktækan mun og jafnvel næstum marktækan mun stúlkum í hag varðandi spennuviðhorfið. En marktækur munur kom fram, piltum í hag, hjá nemendum í skóla B í færni (kíkvaðrat=13,2, df=2, p<0,005) og í sjálfstrausti eða hversu „klár" nemandinn taldi sig vera (kíkvað- rat=12,5, df=4, p<0,05 ). Munur piltum í hag var einnig mjög nálægt því að vera marktækur varðandi spennuviðhorfið (kíkvaðrat = 8,9, df=4, p=0,06). Athuga ber þó að fervikapróf leiddi ekki í ljós marktæka samvirkni milli kyns og skóla (skól- anna tveggja) en slík samvirkni (kyn*skóli) var þó mjög nálægt því að vera mark- tæk í öllum tilvikum (færni: F(l)=3,2, p=0,074; viðhorf/„klár": F(l)=3,3, p=0,072; viðhorf/spennandi: F(l)=3,5, p=0,065). í ljós kom umtalsverður munur á nemendum í skólunum tveimur í ýmsum þátt- um innan og utan skóla sem skýrt gátu meiri kynjamun meðal þátttakenda í skóla B en A. Til dæmis var tvöfalt hærra hlutfall drengja en stúlkna í skóla B með tölvu í eig- in herbergi og drengir í þeim skóla höfðu notað fleiriforrit heima hjá sér en stúlkurnar. Slíkur munur lá ekki fyrir hjá nemendum í skóla A. Athyglisvert var að stór hluti nemenda í skóla B notaði leiki í skólanum (86%) en aðalforritið sem virtist nýtt í skóla A var spjallforrit (57%). Þó virtist Netnotkun mun meiri í skóla B, en þá var fremur um að ræða vef- og tölvupóstnotkun. Annar munur á skólunum tengdist frjálsri nýt- ingu tölva. í skóla A sögðust 94% stúlkna hafa frjálsan aðgang að tölvu í skólanum og 74% nýttu hann (miðað við 62% pilta). Til samanburðar sögðust 85% stúlkna hafa frjálsan tölvuaðgang í skóla B en aðeins 35% nýta hann (miðað við 50% pilta). Umræður og ályktanir Hafa verður í huga þegar niðurstöður í skóla A og B eru skoðaðar að í skóla B töldu drengir sig mun færari en hinir hóparnir og höfðu að ýmsu leyti jákvæðari viðhorf til tölva. Því mætti leiða að því rök að til að bæta tölvunotkun nemenda í skóla A hefði þurft að koma til móts við þarfir og áhuga beggja kynja en í skóla B að leggja sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir og áhuga stúlknanna. Einnig er ljóst að huga þarf að fleiri þáttum en þeim sem snúa að tölvunotkun í skólunum sjálfum ef auka ætti jafnræði með kynjunum. 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.