Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 140

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 140
TÖIVUMENNING ÍSIENSKRA SKÓLA stúlkur hafi meira sjálfstraust (sbr. niðurstöður úr viðhorfaspurningum) og ofmeti sína færni. Á hinn bóginn má ætla að æfingin skapi meistarann og þar sem piltar gefa til kynna mun meiri tölvunotkun og notkun fleiri forritategunda heima en stúlkur er ekki óeðlilegt að færnin sé í samræmi við notkunina. Nú standa yfir rannsóknir á mínum vegum þar sem m.a. verður borin saman sjálfmetin tölvutengd færni og árangur í úrlausn verkefna þar sem reynir á sams konar færni. Kemur þá væntanlega í ljós hvort tilhneiging er til ofmats eða vanmats á færni á þessu sviði og með þessari matsaðferð hjá stúlkum og piltum. Um miðjan níunda áratuginn stungu Sanders og Stone (1986) upp á yfir hundrað aðferðum til að draga úr kynjamuni í tengslum við tölvunotkun í skólum. Þær héldu fram að ástæður fyrir kynjamuni í tölvunotkun væru flóknar og marg- þættar og því dygði engin ein leið til að leiðrétta slíkan mun. Einnig töldu þær að best væri að hver skóli veldi leiðir sem hentuðu aðstæðum og hópum. Aðferðirnar voru ætlaðar fyrir kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur til þess að grípa til innan skóla, skólaumdæmis, heimilis eða í samfélaginu. En eftir að prófað- ar höfðu verið valdar aðferðir í nokkrum skólum (í eitt ár) virtist einna besti árang- ur nást þegar stúlkur voru virkjaðar sjálfar og gerðar meðvitaðri um hvað þær gætu gert í málunum. I Noregi eru nú ýmis verkefni í gangi til að hvetja stúlkur til að nota meira tölvur. Á ráðstefnu í Noregi haustið 1999 sem nefndist D©mer og D@ta og haldin var á vegum norska menntamálaráðuneytisins voru t.d. kynnt tvö mjög athyglisverð verkefni, annað á háskólastigi og hitt í grunnskóla. Grunnskólaverk- efnið nefnist „Jenter pá veven" og hófst árið 1996 (Ámot ungdomsskole 1999). Þar hafa einmitt verið prófaðar ýmsar leiðir sem hafa reynst vel og eru mjög í sama anda og tillögur Sanders og Stone (1986). Til dæmis fer hluti tölvukennslunnar fram í kynskiptum hópum og boðið er upp á sérstök stúlkna- og mæðrakvöld í tölvuveri skólans. Kennd er notkun ýmissa verkfæra en sérstök áhersla er á notkun Netsins og á Netsamskipti (t.d. við aðra skóla með Netfundum, við aðra nemendur með tölvupósti og með þátttöku í Netdays-verkefninu). Nemendur, ekki síst stúlkurnar, eru einnig virkjaðir til að taka þátt í gerð heimasíðna fyrir skólann og að byggja upp efnis- og upplýsingabanka og á D@mer og D@ta ráðstefnuna var t.d. boðið tveimur stúlkum úr skólanum sem voru einnig „fréttaritarar" skólavefsins. Háskólaverkefnið nefnist „Jenter & Data" og hófst 1997 við Norges teknisk- naturvitenskapelige universitet (http://www.ntnu.no/). Það hefur miðað að því að auka fjölda kvenna í tölvunarfræði við skólann, en hlutfall kvenna við deildina hafði jafnt og þétt minnkað úr um 15% á níunda áratugnum niður í 6% árið 1996 (Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet 1999). Með átaksverkefninu hefur tekist að koma hlutfalli kvenna upp í 33% á skömmum tíma. Þær leiðir sem voru farnar voru t.d. að senda sérstaka bæklinga í framhaldsskóla og háskóla og auglýs- ingar í tímarit fyrir ungt fólk. Póstkort voru send til stúlkna í þriðja bekk fram- haldsskóla. Námsmeyjum við tölvunarfræðideildina var boðið að skrifa grein um námið og greinin send til stúlknanna. Einnig var boðið upp á sérstakan stúlknadag um sumarið fyrir þær sem voru teknar inn í deildina. Þá var sérstakt tölvuver til afnota fyrir þær við deildina, þemakvöld o.fl. Niðurstöður úr þessari rannsókn sýna að tölvunotkun í íslenskum skólum virð- 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.