Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 163

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 163
JOHN DEWEY Hvenær sem við leiðum hugann að nýrri lireyfingu í menntamálum ber sérstaka nauðsyn til að skoða hlutina frá hinu víðara, eða félagslega, sjónarhomi. Annars er hætt við að litið sé á breytingar á skólanum og skólahefðinni sem geðþóttatiltæki einstakra kennara, í versta lagi sem skammæ tískufyrirbrigði og í besta lagi einungis lagfæringar á tilteknum smáatriðum - og það er frá þessu sjónarhomi sem of algengt er að skoða breytingar á skólastarfi. Það er álíka viturlegt að líta á eimvagninn eða ■ ritsímann sem einkatæki. Sú breyting sem er að verða á aðferðum og inntaki kennslu og skólastarfs er ekkert síður en breytingar í iðnaði og viðskiptum afleiðing af breyttu þjóðfélagi og viðleitni til að fullnægja þörfum hins nýja samfélags sem er í mótun. Það er þá þetta sem ég bið ykkur sérstaklega að taka eftir: þeirri viðleitni að skoða það sem lauslega má kalla „nýju menntunina" í ljósi víðtækari breytinga í samfélaginu. Getum við tengt þessa „nýju menntun" við hina almennu atburðarás? Ef við getum það hættir hún að vera einangrað fyrirbæri; hún hættir að vera eitt- hvað sem einungis kemur frá ofursnjöllum skólakennurum sem eru að fást við ein- staka nemendur. Hún birtist þá sem snar þáttur í heilli samfélagsþróun og að minnsta kosti í meginatriðum alveg eins óhjákvæmileg. Við skulum þá grennslast fyrir um helstu einkenni hinnar félagslegu hreyfingar og síðan snúa okkur að skólanum til að komast að því hvernig hann leitast við að vera í takt við tímann. Og þar eð alveg útilokað er að gera öllum atriðum skil ætla ég að mestu leyti að tak- marka mig við eitt dæmigert fyrirbæri í hinni nýju skólahreyfingu - fyrirbæri sem gengur undir nafninu verkmennt - í þeirri von að ef samband þess við breytt sam- félagsskilyrði kemur í ljós þá verðum við fús til að fallast á að það eigi líka við um aðrar nýjungar í skólamálum. Eg er ekkert að afsaka þó ég fjölyrði ekki um þær samfélagsbreytingar sem hér um ræðir. Þær sem ég nefni eru skrifaðar svo stóru letri að hægt er að lesa það á hlaupum. Sú breytingin sem fyrst kemur í hugann, sú sem reyndar yfirskyggir allar aðrar og stýrir þeim, er iðnvæðingin - beiting raunvísinda sem hefur leitt til hinna miklu uppfinninga sem hafa virkjað náttúruöflin með hagkvæmum hætti á stór- brotinn hátt; vöxtur heimsmarkaðs sem framleiðslan stefnir að, vöxtur gríðarlegra iðnaðarmiðstöðva til að sjá þessum markaði fyrir vörum, efling ódýrra og skjótra boðskipta- og dreifingarleiða milli allra markaðssvæða. Ekki er nema rúmlega öld síðan fyrsti vísir þessarar breytingar sást. í mörgum veigamestu þáttum fellur hún innan hins stutta tímaskeiðs þeirra sem nú eru á lífi. Það er ótrúlegt að nokkurn tíma hafi orðið svona hröð, svona víðtæk og svona algjör bylting. Fyrir tilverknað hennar er ásýnd jarðar að breytast, jafnvel landslagið; landamæri eru þurrkuð út og færð til, eins og þau væru ekki annað en strik á landabréfi; fólki úr öllum heims- liornum er snarlega safnað saman í borgir; lifnaðarháttum er breytt með furðulega hastarlegum og gagngerum hætti; leitin að sannindum náttúrunnar er takmarka- laust örvuð og auðvelduð og hagnýting þeirra ekki aðeins gerð framkvæmanleg heldur einnig nauðsynleg fyrir verslun og viðskipti. Meira að segja siðferðilegar og trúarlegar hugmyndir okkar og hugðarefni, það íhaldssamasta og djúprættasta í fari okkar, verða fyrir miklum áhrifum. Það er óhugsandi að þessi bylting hefði ekki önnur áhrif á skólann og menntamálin en formleg og yfirborðsleg. Að baki verksmiðjukerfisins liggur heimilisiðja og grenndarviðskipti. Við sem 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.