Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 167

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 167
JOHN DEWEY eitthvað sem á að skila árangri og upp af því að gera þetta saman og í samvinnu, sprettur agi sinnar tegundar og gerðar. Öll hugmynd okkar um skólaaga breytist þegar við tileinkum okkur þetta sjónarhorn. Á úrslitastundum komumst við öll að raun um að eina ögunin sem dugar okkur, eina þjálfunin sem verður innsæi, er sú sem fæst gegnum lífið sjálft. Það eru ekki innantóm orð að við lærum af reynslunni og af bókum eða orðum annarra aðeins þegar þau tengjast reynslu okkar. En skólinn hefur verið svo út af fyrir sig, svo einangraður frá hinum venjulegu kringumstæð- um lífsins og áhugavekjandi tilefnum þess að staðurinn þangað sem börn eru send til ögunar er sá staður í heiminum þar sem erfiðast er að öðlast reynslu - móður alls aga sem á það nafn skilið. Það er ekki nema þegar þröng og stirðnuð hugmynd um hefðbundinn skólaaga ræður ríkjum að nokkur hætta er á að manni sjáist yfir þann dýpri og óendanlega víðtækari aga sem kemur af því að taka þátt í uppbyggilegu starfi, að stuðla að árangri sem er félagslegur í anda en engu að síður augljós og áþreifanlegur að ytra sniði - og þess vegna í þeirri mynd að hægt er að krefjast ábyrgðar með vísun til hennar og fella nákvæman dóm. Það sem skiptir þá máli að hafa í huga í sambandi við að taka upp í skólanum hinar ýmsu tegundir verklegra starfa er að með þeim endurnýjast allur skólaand- inn. Skólinn fær tækifæri til að tengjast lífinu, að verða heimkynni barnsins þar sem það lærir með því að lifa undir leiðsögn, í stað þess að vera bara staður til að læra lexíur sem hafa ótiltekna og fjarlæga vísun til einhvers hugsanlegs lífs í framtíðinni. Hann fær tækifæri til að vera samfélag í smækkaðri mynd, samfélag í mótun. Þetta er grundvallarstaðreyndin og frá henni stafar stöðugum og skipulegum fræðslu- straumum. Undir þeirri atvinnuskipan sem lýst var tók barnið að vísu þátt í vinn- unni, ekki vegna þátttökunnar heldur vegna framleiðslunnar. Sá menntandi árang- ur sem náðist var raunverulegur, þótt tilviljunarkenndur væri og háður aðstæðum. En í skólanum eru hin dæmigerðu störf sem stunduð eru laus við allt efnahagslegt álag. Markmiðið er ekki hið efnahagslega verðmæti framleiðslunnar heldur að þroska félagslega hæfni og skilning. Það er þessi lausn úr viðjum þröngrar nytsemi, þessi móttækileiki fyrir möguleikum mannshugans sem gerir þessar verklegu athafnir í skólanum bandamenn lista og miðstöðvar vísinda og sögu. Einingu allra vísinda er að finna í landafræði. Það sem gerir landafræðina mikilvæga er að hún sýnir hnöttinn okkar sem hin varanlegu heimkynni fyrir störf mannsins. Jörðin án tengsla við starfsemi mannsins er minna en jörð. Iðju mannsins og afrekum sem ekki eiga rætur í jörðinni er tæplega nafn gefandi. Jörðin er frum- uppspretta allrar fæðu mannsins. Hún er hans stöðuga skjól og vernd, hráefni allra athafna hans, og öll afrek mannsins í þágu fegurðar og mannúðar eiga þar að lok- um sinn samastað. Jörðin er hinn mikli vettvangur, hin mikla náma, hin mikla upp- spretta hita, ljóss og raforku. Hún er hið mikla svið hafs, fljóts, fjalls og sléttu sem öll okkar jarðyrkja og námugröftur og skógarhögg, öll framleiðslu- og dreifingar- tæki okkar, eru ekki nema brot af og þættir í. Það er með störfum sem ákvarðast af þessu umhverfi sem mannkynið hefur náð sögulegum og stjórnarfarslegum fram- förum sínum. Það er með þessum störfum sem vitsmunaleg og tilfinningaleg túlkun náttúrunnar hefur verið þróuð. Það er með því sem við gerum á jörðinni og við jörðina sem við túlkum merkingu hennar og mælum gildi hennar. 165
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.