Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 28

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 28
DANSMENNT í GRUNNSKÓLA námi. Óski sérhæfður danskennari á tilteknu danssviði að gerast kenn- ari í dansmennt er staða hans mun erfiðari. Til kennslu dansmennta eins og hún hefur verið skilgreind þarf bæði undirstöðuþekkingu á hinu víða sviði dansmennta og kennsluréttindi á grunnskólastigi. Þess ber að geta að hér er valgrein grunnskólanemenda í dansi undanskilin en þar mun þurfa kennara/þjálfara í færni á sérhæfðum sviðum dansins. 4. Dansmenntakennslu þarf að skipuleggja sem eina heild í fullu samræmi við markmið, frá fyrsta bekk og þar til dans verður valgrein. Þetta má rökstyðja með því að undirstöðu að hinu víða sviði listgreinar í dansmennt þarf að leggja í upphafi skólagöngu þegar barnið á létt með að tjá sig í hreyfingum. I öðru lagi krefst vítt svið dansmennta fjölbreytni í vinnubrögðum, ef efla á skapandi hugsun, líkamlega færni, tjáningu í hreyfingum, frumkvæði og sjálfsöryggi. SAMANTEKT OG LOKAORÐ í upphafi þessa máls var lítillega vikið að sögu dansins hér á landi og tengslum við menningararf og almenna arfleifð. Athyglisvert er að gamlar danshefðir hafa varð- veist með þjóðinni í rituðum heimildum og sem lifandi hefð, einkum frá síðustu tveimur öldum. Verðmæti þessara heimilda felst ekki aðeins í áhugaverðu við- fangsefni fyrir fræðimenn heldur er um að ræða uppsprettu náms- og kennsluefnis fyrir komandi kynslóðir og efnivið til nýsköpunar. Líta má á tengsl við fortíðina í dansi, eins og á öðrum sviðum, sem undirstöðu framvindu og þróunar. Það má ætla að þekking barna á dansi og danshefð liðinna tíma geti orðið áhugaverður efniviður fyrir kennslu og skapandi starf barna á sviði dansmennta auk þess að vera menningarlega og félagslega þroskandi. Vikið var að hugtökunum dans í skólurn og dansmennt. Hið fyrrnefnda gefur til kynna að dansað sé í skólum eða að dans sé kenndur í skólum. í því síðara, dans- mennt, felst hins vegar að allir nemendur hljóti sameiginlega alhliða undirstöðu í dansi og fræðslu um öll helstu svið dansins (listdans og nútímalistdans, þjóðdansa, samkvæmisdansa og tískudansa), líkt og tónmennt er viss undirstaða fyrir allt tón- listarnám. Stutt yfirlit var gefið yfir helstu atriði námskrár um dans í þremur löndum. í tveimur þeirra er dans hluti af íþróttanámi og að hluta stoðgrein í tónmennt en hér á landi er dans sjálfstæð grein á sviði listgreina. Ræddar voru hugmyndir um út- færslu markmiða í nýju íslensku námskránni og gengið út frá því að dansmennt yrði sameiginleg undirstaða fyrir valgreinar í dansi (sjá viðauka 3). í breskri og norskri námskrá er hlutfall dansins af móðurgreininni, íþróttum, ekki skilgreint. Hér á landi er ekki ætlaður sérstakur tími fyrir dans/dansmennt innan listgreinasviðs í nýrri viðmiðunarstundaskrá (1998) nema ef til vill innan greinarinnar lífsleikni. í Aðalnámskrá grunnskóla, listgreinum (1999 bls. 100) eru nefnd- ar átta stundir til danskennslu á ári þar til á unglingastigi en þá verður dans 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.