Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 28
DANSMENNT í GRUNNSKÓLA
námi. Óski sérhæfður danskennari á tilteknu danssviði að gerast kenn-
ari í dansmennt er staða hans mun erfiðari. Til kennslu dansmennta eins
og hún hefur verið skilgreind þarf bæði undirstöðuþekkingu á hinu
víða sviði dansmennta og kennsluréttindi á grunnskólastigi. Þess ber að
geta að hér er valgrein grunnskólanemenda í dansi undanskilin en þar
mun þurfa kennara/þjálfara í færni á sérhæfðum sviðum dansins.
4. Dansmenntakennslu þarf að skipuleggja sem eina heild í fullu samræmi
við markmið, frá fyrsta bekk og þar til dans verður valgrein.
Þetta má rökstyðja með því að undirstöðu að hinu víða sviði listgreinar í
dansmennt þarf að leggja í upphafi skólagöngu þegar barnið á létt með
að tjá sig í hreyfingum. I öðru lagi krefst vítt svið dansmennta fjölbreytni í
vinnubrögðum, ef efla á skapandi hugsun, líkamlega færni, tjáningu í
hreyfingum, frumkvæði og sjálfsöryggi.
SAMANTEKT OG LOKAORÐ
í upphafi þessa máls var lítillega vikið að sögu dansins hér á landi og tengslum við
menningararf og almenna arfleifð. Athyglisvert er að gamlar danshefðir hafa varð-
veist með þjóðinni í rituðum heimildum og sem lifandi hefð, einkum frá síðustu
tveimur öldum. Verðmæti þessara heimilda felst ekki aðeins í áhugaverðu við-
fangsefni fyrir fræðimenn heldur er um að ræða uppsprettu náms- og kennsluefnis
fyrir komandi kynslóðir og efnivið til nýsköpunar. Líta má á tengsl við fortíðina í
dansi, eins og á öðrum sviðum, sem undirstöðu framvindu og þróunar. Það má
ætla að þekking barna á dansi og danshefð liðinna tíma geti orðið áhugaverður
efniviður fyrir kennslu og skapandi starf barna á sviði dansmennta auk þess að
vera menningarlega og félagslega þroskandi.
Vikið var að hugtökunum dans í skólurn og dansmennt. Hið fyrrnefnda gefur til
kynna að dansað sé í skólum eða að dans sé kenndur í skólum. í því síðara, dans-
mennt, felst hins vegar að allir nemendur hljóti sameiginlega alhliða undirstöðu í
dansi og fræðslu um öll helstu svið dansins (listdans og nútímalistdans, þjóðdansa,
samkvæmisdansa og tískudansa), líkt og tónmennt er viss undirstaða fyrir allt tón-
listarnám.
Stutt yfirlit var gefið yfir helstu atriði námskrár um dans í þremur löndum. í
tveimur þeirra er dans hluti af íþróttanámi og að hluta stoðgrein í tónmennt en hér
á landi er dans sjálfstæð grein á sviði listgreina. Ræddar voru hugmyndir um út-
færslu markmiða í nýju íslensku námskránni og gengið út frá því að dansmennt
yrði sameiginleg undirstaða fyrir valgreinar í dansi (sjá viðauka 3).
í breskri og norskri námskrá er hlutfall dansins af móðurgreininni, íþróttum,
ekki skilgreint. Hér á landi er ekki ætlaður sérstakur tími fyrir dans/dansmennt
innan listgreinasviðs í nýrri viðmiðunarstundaskrá (1998) nema ef til vill innan
greinarinnar lífsleikni. í Aðalnámskrá grunnskóla, listgreinum (1999 bls. 100) eru nefnd-
ar átta stundir til danskennslu á ári þar til á unglingastigi en þá verður dans
26