Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Qupperneq 35
SIGRÍÐUR Þ. VALGEIRSDÓTTIR
þjónað þeim tilgangi að skapa tilfinningu íyrir afli sameiginlegrar þátttöku í
tjáningu lags, ljóðs eða boðskapar.
b. í 3 - 4. bekk eru verkefni 1.-2. bekkjar þróuð áfram og nýjum bætt við. Áhersla á
að vinna með öðrum eykst smátt og smátt og tengist öðrum markmiðum svo
sem tjáningu og hreyfifæmi. Einnig eykst þátttaka í einföldum þjóðdönsum og
bamadönsum þar sem stefnt er að tilteknum félagslegum markmiðum, t.d. að
böm skiptist á að dansa öll saman í hópi og að dansa tvö og tvö saman. Gefa
þarf bömum tækifæri til að sýna öðrum bömum, kennurum og foreldrum
afrakstur vinnu sinnar í dansmennt m. a. æfingaverkefni á sviði, eigin dansa og
annarra. Kröfur um samstarf bama í útfærslu verkefna og dansa aukast í 4. bekk.
c. í 5. og 6. bekk eykst áhersla á félagslegt gildi dansins. Þátttaka í hópdönsum
verður meiri en áður t.d. í þjóðdönsum og öðrum hópdönsum en einnig í
samningu smáverkefna og dansa. Æskilegt er að kynning á valsviðum í dansi
feli í sér þátttöku í hópdönsum á sem flestum sviðum auk pardansa. Nem-
endum sé ætlað að sýna bekkjarfélögum, kennurum og foreldrum hópdansa af
ýmsu tagi og jafnframt eigin dansa og félaga sinna. Einnig má efna til bekkjar-
kvölda með bömum og foreldrum/foreldri þar sem bömin fá tækifæri til að
dansa við foreldri jafnt og félaga. í lok skyldimáms í dansmennt ættu böm að
hafa öðlast kjark og öryggi til að dansa með öðrum og við aðra, fylgja öðrum
og leiða aðra í dansi, tjá sig í hreyfingum með öðrum og að koma fram.
Fjórða markmið: Undirstöðuatriði tónlistar
a. í fyrstu bekkjunum henta slaghljóðfæri vel til að taka upp takt og hrynjandi
hreyfinga og styðja áherslur og útfærslur þeirra. Einnig henta þau vel til að
vekja hreyfingar við ákveðinn takt eða hrynjandi og gefa til kynna vissan blæ
hreyfinga (dæmi em hljómar ólíkra slaghljóðfæra svo sem prika, trommu,
bjöllu, þríhoms, gongs o.fl.). Annar kostur slaghljóðfæra er að börnin geta með
aðstoð kennara, sem þekkir til grunnatriða tónlistar, sjálf annast undirleik við
ýmsar hreyfingar, æfingar og létta dansa. Margt fleira er greinunum sameigin-
legt einkum í byrjendakennslu og má m.a. nefna atriði svo sem takt og tíma,
m.a. gildi nótna sem auðvelt er að læra í hreyfingu og hugtök eins og styrk,
hrynjandi og áherslur. í lok annars skólaárs ættu böm að hafa fengið aðstöðu til
að greina mun á takti, sérkennum einstakra slaghljóðfæra með hliðsjón af hreyf-
ingum og fundið hvaða slaghljóðfæri eða létt lög henta tilteknum hreyfingum.
b. í 3.^1. bekk eru kröfur um útfærslu atriða frá fyrstu tveimur árunum auknar
og við bætist skynjun og þekking á mynstri, setningaskipun, kaflaskiptum
og formi í dansi og tónlist. Víðtæk tengsl tónlistar og danslistar eru vel
þekkt á ýmsum sviðum dansins þó að enn beri við að tónlist sé aðeins notuð
til að halda takti í dansi. í stað þeirrar einhæfni er börnum ætlað að læra að
skynja breytileika í hrynjandi, takti og uppbyggingu mjög einfaldra laga og
dansa (t.d. AB- eða ABA-form) og greina samræmi eða önnur markviss
tengsl milli einfaldra dansa eða hreyfidæma og tónlistar.
c. í 5.-6. bekk er börnum ætlað að geta samið mjög einföld æfingaverkefni í
dansi við tónlist eða velja hljóðfæri, t.d. slaghljóðfæri, til stuðnings við ein-
33