Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 36
DANSMENNT í GRUNNSKÓLA
faldan dans. Einnig er bömum ætlað að ná valdi á og fylgja hrynjandi æfinga-
dansa svo og eigin dansa eða annarra. Skapa þarf aðstæður til að böm skynji
samræmi eða tengsl milli dans og tónlistar. í lok dansmennta er bömum ætlað
að geta sýnt skólafélögum, foreldmm og kennurum í verki að þau geti
samræmt dans og tónlist m.a. í eigin dansi og söng, sameiginlegri tjáningu
hópsins eða með dansi við tónlist annarra og tjáningu í samræmi við eigin
tilfinningu fyrir boðskap dansins eða tónlistar sé hún kveikjan að dansinum.
Fimmta markmið: Menrtingararfleifð í dansi
a. í fyrstu bekkjunum (1. og 2. bekk) má gera ráð fyrir að áhersla á menningar-
legt gildi dansins felist fyrst og fremst í tjáningu efnis eða tilfinninga í hreyf-
ingum í tengslum við efni úr sögum, ljóðum eða atburðum, atvinnuháttum
og siðum fyrr og nú. Einnig má kynnast menningararfi með þátttöku í söng-
leikjum og mjög einföldum dönsum frá ólíkum tímabilum og stöðum.
b. í 3.-4. bekk má bæta við frekari útfærslu efnis frá 2. ári, kynnum af sérstök-
um danssviðum, léttum þjóðdönsum og heimsóknum á danssýningar, gefist
þess kostur. Þátttaka í dönsum eigin þjóðar og annarra felur óhjákvæmilega
í sér kynni af sérkennum viðkomandi þjóðar eða tímabils í þróun dansins.
Samstarf við samfélagsfræði virðist æskilegt.
c. í 4.-6. bekk er börnum ætlað að geta sýnt í dansi sérkenni tiltekinna menning-
artímabila í hópi eða sem einstaklingar. Geta þetta verið hvort sem er smá-
dansar sem bömin hafa samið sjálf eða sem þau hafa lært. Ætla má að þátttaka
bama í þjóðdönsum feli ósjálfrátt í sér kynni af einstökum menningartímabil-
um sem undirstrika má með samkennslu við aðrar námsgreinar svo sem tón-
list og myndmennt eða samfélagsfræði. Sama gildir um önnur danssvið sem
einnig má kynna með gestasýningum, sýningu myndbanda og kvikmynda.
Sjötta markmið: Menntagildi dansins
a. Dæmi um undirstöðuatriði skapandi hugsunar í dansmennt hafa þegar ver-
ið nefnd undir 1. lið a. b. og c. og má líta á skapandi hugsun sem lykilatriði í
dansmennt. Ábendingar um tengsl við aðrar námsgreinar gilda á öllum
aldursstigum.
b. í 3.-4. bekk þegar áhersla eykst á nám dansa og sköpun einfaldra dansa
skiptir máli upprifjun á hreyfingum, hreyfimynstrum og reynslu fyrri ára í
dansmennt. Auk listgreina má nefna tengsl við móðurmálið, samfélags-
fræði, eðlisfræði og stærðfræði. Það síðastnefnda var greinilega ofarlega í
huga R. Labans (1948) þegar hann skilgreindi hreyfingar líkamans og gaf
þeim tákn til að auðvelda fljótlega og skýra skráningu þeirra. Sjálft skil-
greiningarkerfið má einnig nota til að auka skilning bama á ýmsum hugtök-
um stærðfræðinnar ekki síst í rúmfræði.
c. í 5.-6. bekk eykst áhersla á þekkingu sem þarf til að velja dansform til að
semja einfalda dansa og til að skapa eðlilegar ytri aðstæður. Dansverk,
hversu einfalt sem það er, krefst undirstöðuþekkingar á frumatriðum hug-
verka og þess að nemandi hafi tök á að meta eigin verk.
34
J