Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 42

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 42
SKILAR NÁMS- OG STARFSFRÆÐSLA ÁRANGRI áhrif margra rannsókna. Yfirlitsrannsókn Baker og Popowicz (1983) fann stöðluð meðaláhrif (mean effect size) 18 náms- og starfsfræðslunámskeiða upp á 0,50. Meðaltalsáhrif eru munurinn á meðaltali fræðsluhóps (tilraunahóps) og meðaltali í samanburðarhópi. Þá er deilt með staðalfráviki samanburðarhóps á viðkomandi mælingu. Þannig er skv. könnun Baker og Popowicz meðaleinstaklingur, sem fær náms- og starfsfræðslu, hálfu staðalfráviki ofar í frammistöðu á tiltekinni mælingu í samanburði við meðaleinstakling í samanburðarhópi (Spokane & Oliver, 1983). I nýrri yfirlitsrannsókn (Whiston, Sexton & Lasoff, 1998) reyndust stöðluð meðaláhrif í mati á 9 náms- og starfsfræðslunámskeiðum mjög lík og hjá Baker og Popowicz eða 0,54. Svo mikill munur á milli fræðsluhóps og samanburðarhóps sýnir ótvírætt og endurtekið fram á jákvæð áhrif náms- og starfsfræðslu í framförum á þáttum sem skipta máli í náms- og starfsvali. Yfirlitsrannsókn Spokane og Oliver frá 1988 sýndi mjög há heildar meðtalsáhrif eða 2,05 út úr mati á 9 rannsóknum. Þessa háu útkomu skýra höfundar að hluta með því að nemendur séu í mjög marga tíma í náms- og starfsfræðslu, mun meira en ráðþegar sem fá annars konar aðstoð. í mati á skólastarfi þar sem leitað er svara við spurningum um hvort tiltekin fræðsluáætlun nær markmiði sínu er talað um árangursmat. Þegar lagt er mat á þær aðferðir sem beitt er til að ná markmiðinu, hvort þær séu skilvirkar eða skil- virkari en aðrar aðferðir, beitum við ferlimati (Herr & Cramer, 1992). í þeirri rann- sókn sem hér greinir frá er beitt árangursmati. Þá þarf að fara fram mæling á við- miðunarþáttum áður en fræðsla fer fram og önnur mæling að henni lokinni. Til samanburðar eru gerðar mælingar á svipuðum hópi sem ekki fær fræðslu. Það var undirmarkmið rannsóknarinnar að meta áhrif tveggja mismunandi aðferða í náms- og starfsfræðslu. Önnur kallast hér vettvangsmiðuð aðferð og er það hin hefðbundna aðferð í náms- og starfsfræðslu sem lýst er hér að framan. Hin aðferðin byggir á námsefninu Margt er um að velja (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 1993, 1994, 1996). Það námsefni miðar að því að efla virkni og þroska nemenda í því lífsverkefni sem náms- og starfsval er. í því skyni er mikið lagt upp úr hugtakanámi en mun minna upp úr vettvangsferðum. í þessari grein verður ekki lögð áhersla á að greina frá mun á þessum tveimur aðferðum í smáatriðum því að hann er lítill. Þar sem munurinn er áberandi verður greint frá honum og vísað þá til vettvangsað- ferðar annars vegar og hugtakaaðferðar hins vegar. Innan þess rannsóknarsviðs sem fæst við þróun á náms- og starfsferli (career deve- lopment) hefur verið bent á þörfina fyrir að rannsaka hvernig einstaklingar vinna úr upplýsingum um nám og störf (Spokane, 1991). Ein leið til að gera það er að styðjast við kenningu Kellys (1955) um persónulegar hugsmíðar (personal constructs) og benti Super (1990) á að greining á persónulegum hugsmíðum varpaði ljósi á sjálfsmyndarhug- takið. í kenningu Super er sjálfsmyndin drifkrafturinn í stefnumótun á starfsferlinum og fannst honum að kenningin um persónulegar hugsmíðar gæti skýrt í hverju þessi drif- kraftur væri fólginn. í hugtaki Kellys, persónuleg hugsmíð, er gengið út frá því að hver og einn smíði sér merkingu. Persónulegar hugsmíðar geta síðan beinst að tilteknum sviðum lífsins. Starfslegar hugsmíðar (vocational constructs) eru þau persónulegu við- mið sem hver og eirtn notar til að skilja, sjá fyrir og breyta atburðarás á náms- og starfs- ferli (Kelly, 1955). Helstu mælingar á starfslegum hugsmíðum eru aðgreining og sam- 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.