Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 44
SKILAR NÁMS- O G STARFSFRÆÐSLA ÁRANGR
297 talsins, 156 piltar og 141 stúlka. f fræðsluhópi voru 202 nemendur og 95 í sam-
anburðarhópi. Fræðsluhópurinn skiptist í tvennt. Nemendur sem fengu fræðslu er
byggðist á vettvangsheimsóknum voru 105 talsins. Hugtakamiðaða náms- og
starfsfræðslu fengu 97 nemendur. Þátttakendur komu úr 15 skólum. í fimm skólum
var notuð vettvangsmiðuð aðferð í náms- og starfsfræðslu og í fimm skólum var
stuðst við hugtakamiðaða aðferð. Samanburðarhópur kom úr fimm skólum. Þátt-
takendur voru annars vegar búsettir á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar í bæjum
og þorpum við sjávarsíðuna.
Rannsóknin er með hálftilraunarsniði, þar sem ekki var valið í hópana eftir
tilviljunaraðferð. Valið í hugtakamiðaða hópinn réðst af því að fáir kennarar voru
tiltækir sem höfðu fengið þjálfun í notkun námsefnisins, en það var ein forsenda
fyrir vali í úrtakið. Önnur forsenda fyrir vali á fræðsluhópi var að til náms- og
starfsfræðslunnar væri varið a.m.k. 40 kennslustundum. Þannig eru í rannsókninni
bornir saman nemendur sem fá 40-140 kennslustundir í náms- og starfsfræðslu við
þá nemendur sem fá enga slíka fræðslu.
Til að draga úr líkum á að utanaðkomandi áhrif (önnur en af fræðslu) skekktu
niðurstöður voru gerðar mælingar í mörgum skólum víðs vegar um landið. Val á
samanburðarhópum byggði á hentugleika, þ.e. valdir voru skólar eða bekkir sem
voru landfræðilega nálægir hinum skólunum í úrtakinu.
Aflað var upplýsinga um einkunnir nemenda á samræmdum prófum árið áður
í þeim skólum sem valdir voru í úrtakið. Enginn þessara skóla hafði skorið sig úr
varðandi frammistöðu nemenda á grunnskólaprófi. Um vorið kom í ljós að einn
bekkurinn úr úrtakinu kom afar illa út á samræmdum prófum og var sá hópur
felldur brott úr úrtakinu, en upphaflega voru skólarnir í úrtakinu 16 talsins. Hætta
var á að lítil námsgeta kæmi niður á frammistöðu í náms- og starfsfræðslu.
Mæliaðferð. Á meðan á hönnun spurningalistans stóð var hann forprófaður fjór-
um sinnum og tók hann umtalsverðum breytingum eftir hverja forprófun. Bak-
grunnsupplýsinga var aflað um aldur, skóla, kyn, einkunnir, starfsreynslu og náms-
og starfsstöðu foreldra.
í listanum sem hér fer á eftir eru tilgreind þau efnissvið sem um var spurt,
ásamt þeim fjölda spurninga sem liggur að baki hverju efnissviði:
- nám og starf foreldra (3 spurningar)
- skólaeinkunnir (1 spuming)3
- listi starfa sem metin eru á tvípóla kvörðum, s.s. litlar tekjur/miklar
tekjur (í fyrri könnun meta nemendur 20 störf á 23 kvörðum. í seinni
könnun meta nemendur 12 störf á 12 kvörðum.)
- fyrirætlanir í námi og starfi (40 spurningar)
- ánægja og vissa um námsval (11 spurningar)
- ástæður námsvals (6 spurningar)
- þekking á líklegu framtíðarstarfi (8 spurningar)
3 Fyrri rannsóknir hafa sýnt að samræmi er á milli skólaeinkunna og einkunna á samræmdum prófum (Jón Torfi
Jónasson & Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, 1992). Vitað er að frammistaða í skóla og félagsleg staða hafa mikil áhrif á
náms- og starfsval. Öflun upplýsinga um þessa áhrifaþætti var því nauðsynleg (Berthelot, 1981, Gambetta, 1987).
42