Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 44

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 44
SKILAR NÁMS- O G STARFSFRÆÐSLA ÁRANGR 297 talsins, 156 piltar og 141 stúlka. f fræðsluhópi voru 202 nemendur og 95 í sam- anburðarhópi. Fræðsluhópurinn skiptist í tvennt. Nemendur sem fengu fræðslu er byggðist á vettvangsheimsóknum voru 105 talsins. Hugtakamiðaða náms- og starfsfræðslu fengu 97 nemendur. Þátttakendur komu úr 15 skólum. í fimm skólum var notuð vettvangsmiðuð aðferð í náms- og starfsfræðslu og í fimm skólum var stuðst við hugtakamiðaða aðferð. Samanburðarhópur kom úr fimm skólum. Þátt- takendur voru annars vegar búsettir á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar í bæjum og þorpum við sjávarsíðuna. Rannsóknin er með hálftilraunarsniði, þar sem ekki var valið í hópana eftir tilviljunaraðferð. Valið í hugtakamiðaða hópinn réðst af því að fáir kennarar voru tiltækir sem höfðu fengið þjálfun í notkun námsefnisins, en það var ein forsenda fyrir vali í úrtakið. Önnur forsenda fyrir vali á fræðsluhópi var að til náms- og starfsfræðslunnar væri varið a.m.k. 40 kennslustundum. Þannig eru í rannsókninni bornir saman nemendur sem fá 40-140 kennslustundir í náms- og starfsfræðslu við þá nemendur sem fá enga slíka fræðslu. Til að draga úr líkum á að utanaðkomandi áhrif (önnur en af fræðslu) skekktu niðurstöður voru gerðar mælingar í mörgum skólum víðs vegar um landið. Val á samanburðarhópum byggði á hentugleika, þ.e. valdir voru skólar eða bekkir sem voru landfræðilega nálægir hinum skólunum í úrtakinu. Aflað var upplýsinga um einkunnir nemenda á samræmdum prófum árið áður í þeim skólum sem valdir voru í úrtakið. Enginn þessara skóla hafði skorið sig úr varðandi frammistöðu nemenda á grunnskólaprófi. Um vorið kom í ljós að einn bekkurinn úr úrtakinu kom afar illa út á samræmdum prófum og var sá hópur felldur brott úr úrtakinu, en upphaflega voru skólarnir í úrtakinu 16 talsins. Hætta var á að lítil námsgeta kæmi niður á frammistöðu í náms- og starfsfræðslu. Mæliaðferð. Á meðan á hönnun spurningalistans stóð var hann forprófaður fjór- um sinnum og tók hann umtalsverðum breytingum eftir hverja forprófun. Bak- grunnsupplýsinga var aflað um aldur, skóla, kyn, einkunnir, starfsreynslu og náms- og starfsstöðu foreldra. í listanum sem hér fer á eftir eru tilgreind þau efnissvið sem um var spurt, ásamt þeim fjölda spurninga sem liggur að baki hverju efnissviði: - nám og starf foreldra (3 spurningar) - skólaeinkunnir (1 spuming)3 - listi starfa sem metin eru á tvípóla kvörðum, s.s. litlar tekjur/miklar tekjur (í fyrri könnun meta nemendur 20 störf á 23 kvörðum. í seinni könnun meta nemendur 12 störf á 12 kvörðum.) - fyrirætlanir í námi og starfi (40 spurningar) - ánægja og vissa um námsval (11 spurningar) - ástæður námsvals (6 spurningar) - þekking á líklegu framtíðarstarfi (8 spurningar) 3 Fyrri rannsóknir hafa sýnt að samræmi er á milli skólaeinkunna og einkunna á samræmdum prófum (Jón Torfi Jónasson & Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, 1992). Vitað er að frammistaða í skóla og félagsleg staða hafa mikil áhrif á náms- og starfsval. Öflun upplýsinga um þessa áhrifaþætti var því nauðsynleg (Berthelot, 1981, Gambetta, 1987). 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.