Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 65
M. ALLYSON MACDONALD
(meira en 40 lönd). Þótt kannanirnar tvær væru byggðar á mismunandi aðferðum,
voru grunnforsendur þeirra mjög svipaðar. Þær endurspegla að miklu leyti hug-
myndir um að námsárangur sé byggður á raunverulegu námskránni (því sem fer
fram í skólum og kennslustofum), en ekki þeirri sem er áætluð (t.d. því sem kemur
fram í aðalnámskrám) (Setinc 1999). Það sem er metið er þekking og skilningur
nemenda á atriðum sem eru að mestu leyti sameiginleg milli landa.
Nú er hafin fjölþjóðleg samanburðarkönnun sem er af öðrum toga, svokölluð
OÉCD-PISA könnun, þar sem fylgst verður með þekkingu og hæfni 15 ára nemenda
á næstu 6 árum (RUM 1999, 2000). í PISA-verkefninu er gert ráð fyrir að kanna færni
nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Aðaláherslan eða jafnvel sú einasta í
náttúrufræðihlutanum er á vísindalæsi og hæfni nemenda til að lesa og vinna úr upp-
lýsingum af náttúruvísindalegum toga. Gert er ráð fyrir að náttúruvísindi séu fyrir
alla, bæði einstaklingsins og samfélagsins vegna, og mikilvægt er að kanna getu nem-
enda í OECD löndum og hvaða kröfur samfélagið getur gert til þeirra um það leyti
sem þeir eru að klára grunnnámið. Prófað verður árin 2000, 2003 og 2006. Reynt verð-
ur að tengja getu nemenda við stefnumótun menntakerfisins (RUM 1999).
Samantekt
Nú hef ég farið stuttlega yfir helstu stefnur og strauma í náttúrufræðimenntun og
áður en lengra er haldið langar mig að taka þetta aðeins saman. Að mínu mati er
það einkum þrennt sem setur svip sinn á náttúrufræðimenntun nú í upphafi nýrrar
aldar - námskrár, hugsmíðahyggja og samanburður. Ég hef leikið mér að því að
kalla þetta á ensku „the three C's - curriculum, constructivism and comparison."
Námskrár víða um heim leggja megináherslu á markmið og innihald og í þeim
eru nýjar áherslur á eðli og hlutverk náttúruvísinda fremur en hefðbundið val á
þáttum úr eðlis- og lífvísindum, en oftast hefur verið bætt við nýjum þáttum úr
jarðvísindum. Stundum eru markmiðin útfærð sem kennslu- og námsathafnir.
Mælt er með, beint eða óbeint, að námsmat og námsleiðir byggist sem mest á raun-
verulegum/eðlilegum aðstæðum („authentic assessment", „situated learning").
Þessar áherslur má rekja til áhrifa hugsmíðahyggju. Fyrstu greinar um rannsóknir,
og greinar um náms- eða kennsluleiðir sem byggja á félagslegri hugsmíðahyggju
(social constructivism) og hugmyndum Vygotskys o.fl., fóru að birtast á tíunda ára-
tugnum (Scott 1998). Einna aðgengilegustu túlkunina um hlutverk kennara í anda
Vygotskys er að finna í greinum Hodson og Hodson (1998a, 1998b).
RANNSÓKNIR Á NÁMI OG KENNSLU
Hér verður greint frá nýlegum rannsóknum sem fjalla um ýmis áform um æski-
legar eða breyttar áherslur í námskrám, námi og kennslu.
Árið 1990 birtist yfirlitsgrein eftir Wang o.fl. um áhrif mismunandi atriða á
nám. Greinin er byggð á niðurstöðum úr 179 greinum, og var 228 atriðum skipt í
sex flokka. Mikilvægi þeirra var metið á styrkleikaskalanum 1 til 3 og þau einstöku
atriði sem vógu þyngst eru:
63