Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 65

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 65
M. ALLYSON MACDONALD (meira en 40 lönd). Þótt kannanirnar tvær væru byggðar á mismunandi aðferðum, voru grunnforsendur þeirra mjög svipaðar. Þær endurspegla að miklu leyti hug- myndir um að námsárangur sé byggður á raunverulegu námskránni (því sem fer fram í skólum og kennslustofum), en ekki þeirri sem er áætluð (t.d. því sem kemur fram í aðalnámskrám) (Setinc 1999). Það sem er metið er þekking og skilningur nemenda á atriðum sem eru að mestu leyti sameiginleg milli landa. Nú er hafin fjölþjóðleg samanburðarkönnun sem er af öðrum toga, svokölluð OÉCD-PISA könnun, þar sem fylgst verður með þekkingu og hæfni 15 ára nemenda á næstu 6 árum (RUM 1999, 2000). í PISA-verkefninu er gert ráð fyrir að kanna færni nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Aðaláherslan eða jafnvel sú einasta í náttúrufræðihlutanum er á vísindalæsi og hæfni nemenda til að lesa og vinna úr upp- lýsingum af náttúruvísindalegum toga. Gert er ráð fyrir að náttúruvísindi séu fyrir alla, bæði einstaklingsins og samfélagsins vegna, og mikilvægt er að kanna getu nem- enda í OECD löndum og hvaða kröfur samfélagið getur gert til þeirra um það leyti sem þeir eru að klára grunnnámið. Prófað verður árin 2000, 2003 og 2006. Reynt verð- ur að tengja getu nemenda við stefnumótun menntakerfisins (RUM 1999). Samantekt Nú hef ég farið stuttlega yfir helstu stefnur og strauma í náttúrufræðimenntun og áður en lengra er haldið langar mig að taka þetta aðeins saman. Að mínu mati er það einkum þrennt sem setur svip sinn á náttúrufræðimenntun nú í upphafi nýrrar aldar - námskrár, hugsmíðahyggja og samanburður. Ég hef leikið mér að því að kalla þetta á ensku „the three C's - curriculum, constructivism and comparison." Námskrár víða um heim leggja megináherslu á markmið og innihald og í þeim eru nýjar áherslur á eðli og hlutverk náttúruvísinda fremur en hefðbundið val á þáttum úr eðlis- og lífvísindum, en oftast hefur verið bætt við nýjum þáttum úr jarðvísindum. Stundum eru markmiðin útfærð sem kennslu- og námsathafnir. Mælt er með, beint eða óbeint, að námsmat og námsleiðir byggist sem mest á raun- verulegum/eðlilegum aðstæðum („authentic assessment", „situated learning"). Þessar áherslur má rekja til áhrifa hugsmíðahyggju. Fyrstu greinar um rannsóknir, og greinar um náms- eða kennsluleiðir sem byggja á félagslegri hugsmíðahyggju (social constructivism) og hugmyndum Vygotskys o.fl., fóru að birtast á tíunda ára- tugnum (Scott 1998). Einna aðgengilegustu túlkunina um hlutverk kennara í anda Vygotskys er að finna í greinum Hodson og Hodson (1998a, 1998b). RANNSÓKNIR Á NÁMI OG KENNSLU Hér verður greint frá nýlegum rannsóknum sem fjalla um ýmis áform um æski- legar eða breyttar áherslur í námskrám, námi og kennslu. Árið 1990 birtist yfirlitsgrein eftir Wang o.fl. um áhrif mismunandi atriða á nám. Greinin er byggð á niðurstöðum úr 179 greinum, og var 228 atriðum skipt í sex flokka. Mikilvægi þeirra var metið á styrkleikaskalanum 1 til 3 og þau einstöku atriði sem vógu þyngst eru: 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.