Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 68

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 68
STEFNUR OG STRAUMAR í NÁTTÚRUFRÆÐIMENNTUN (Hacker o.fl. 1979) og Ástralíu (Hacker og Miles 1980) og voru niðurstöðurnar á sömu lund, kennarar röðuðust í þrjá klasa með sömu megineinkenni. Eftir að ný aðalnámskrá kom til framkvæmda á Englandi árið 1989, ákvað einn rannsakandi sem tekið hafði þátt í fyrri rannsóknum að nota sömu aðferð og sambærilegar kennslustofur til að mæla áhrif nýju námskrárinnar á kennslu (Hacker og Rowe 1997). Þrátt fyrir áform námskrárinnar að leggja enn meiri áherslu á eðli náttúruvísinda, verklegt nám og nám byggt á spurningum nemenda, sýndi seinni rannsóknin að það hefði ekki tekist; færri kennarar kenndu í anda áforma og meirihluti þeirra var í hlutverki fræðara, þ.e.a.s. kennarar lögðu tiltölu- lega fáar spurningar fyrir nemendur og þegar spurt var snerust spurningar um að leita eftir réttu svari. Mikið var um stutta fyrirlestra. Niðurstöður beggja STOS- athugananna eru teknar saman í töflu 3. Tafla 3 Fjöldi kennara í klösum skv. STOS-athugunum í Bretlandi Nuffield science, Lausnaleitandi Fræðari Heyrari Eggleston o.fl. (1976) National Curriculum, 48% 34% 18% Hacker og Rowe (1997) 32% 63% 5% Eftir að kennarar í seirtni athuguninni höfðu fengið niðurstöðurnar voru viðtöl tekin við tólf kennara úr sex skólum. Þeir töldu að tvær ástæður væru einkum að baki þeirrar tilhneigingar að kenna sem fræðari (Informer): verklegt nám krefðist aukins fjármagns sem ekki væri fyrir hendi og námskráin væri svo umfangsmikil að ekki væri hægt að komast yfir hana fyrir samræmd próf nema ef farin væri leið fræðarans. Nýjar námskrár hafa í auknum mæli fjallað um eðli náttúruvísinda (nature of science). Lederman (1998) hefur haldið því fram að nám um eðli náttúruvísinda væri jafnmikilvægt og hefðbundnir náttúrufræðinámsþættir. Til að mynda telur Lederman að það sé jafnmikilvægt að læra um muninn á athugun og túlkun, og muninn á kenningum og lögmálum. Eins er nemendum nauðsynlegt að læra að þekking er ekki einungis byggð á beinum athugunum, hún er einnig byggð á ímyndunarafli og sköpunargáfu, og að vísindaleg þekking er aldrei algild/endan- leg eða óyggjandi. Hann bendir okkur á að eðli náttúruvísinda sé alls ekki það sama og vísindaleg vinnubrögð. Lederman (1999) gerði mjög ítarlega rannsókn í heilt ár á 10. bekkjarkennslu hjá fimm líffræðikennurum, þar af fjórum með meistaragráðu í náttúrufræðimenntun og einum í almennri kennslufræði. Allir voru búnir að sækja námskeið hjá honum um eðli vísinda og honum fannst að þeir væru búnir að tileinka sér helstu atriði sem mælt er með í nýju innihaldsvísunum (National Academy of Sciences 1998). Áður en þeir hófu kennslu svöruðu þeir allir spurningalista um eðli vísinda. Spurn- 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.