Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 79
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR
TÍU ÁRA BÖRN STANDA VEL AÐ VÍGI
Athugun á færni, áhyggjum og lausnum barna
Norræn samanburðarathugun náði til 1850 tíu ára barna, foreldra þeirra og kennara.
Athuguð var færni og aðstæður barnanna á heimili og í skóla svo og áhyggjur íslensku
barnanna og leiðir þeirra til lausna á vandamálum. Samanburður á færni sýndi lítinn mun
milli landa. Umhverfi flestra barna stuðlaði að þroska þeirra og þau bjuggu yfirleitt yfir
margvíslegri færni og bjargráðum. Lítil tengsl voru milli fjölskyldustöðu ogfærni. Kynja-
munur kom fram, t.d. er varðaði afstöðu til skólagöngu. Áliyggjur barna tengdust fremur
málefnum fjölskyldu en skóla.
Á síðari árum hefur athygli fræðimanna hvað snertir daglegt líf barna beinst í aukn-
um mæli að fæmi þeirra og styrk. Margslungið líf nútímabama leiðir til aukinnar
áhættu fyrir þau ásamt því að þau hafa aukið svigrúm til athafna og fleiri valkosti en
áður gerðist. Með færni er þá átt við félagsleg og sálræn atriði sem birtast hjá einstak-
lingi í hæfni hans, þekkingu og viðhorfum sem hann nýtir til að mynda félagsleg
tengsl og viðhalda þeim og verður vikið nánar að þessu síðar. Áherslan á að athuga
félagslega fæmi og viðbrögð til að ráða fram úr álagi byggir á þeim skilningi að öll
böm verði fyrir félagslegu og tilfinningalegu álagi í uppvexti. Áhrifin af atburðum
daglegs lífs á böm ákvarðist af mörgu, meðal annars af því hve alvarlegir og viðvar-
andi streituþættir eru í umhverfinu og af færni bamsins til að mæta neikvæðum af-
leiðingum af streitu og mótlæti. Greinin byggir á nokkrum atriðum úr niðurstöðum
rannsóknar á félagslegri færni og aðstæðum norrænna barna.
Óhætt er að fullyrða að áhugi hins opinbera á velferð og afkomu bama á Norður-
löndum er þó nokkur. Viljinn til að auka þekkingu á því sem stuðlar að og dregur úr
velferð bama er talsverður og margbreytilegur og hann birtist m.a. í fjölþættu rann-
sóknarstarfi sem norrænir samstarfsaðilar styrkja. Þar sem aðstæður bama á svæðinu
eru að ýmsu leyti sambærilegar án þess þó að vera eins, hafa menn haft talsverða trú á
gildi norrænna samanburðarathugana. Norræna ráðherranefndin ákvað 1993 að efna
til norrænnar samvinnu um rannsóknir á „Bömum í áhættuhópum". Með áhættu var
átt við atriði sem stofna bömum í tilfinningalegan eða félagslegan vanda eða draga úr
styrk þeirra og hæfni til að komast vel af á þessum sviðum. Stóð hópur fræðimanna að
rannsókninni Oppvekstnettverk sem náði til tíu ára bama og stóð yfir í u.þ.b. 4 ár.
Liggur nú fyrir norræn skýrsla um rannsóknina (Backe-Hansen 1998). Hinn íslenski
hluti rannsóknarinnar nefndist Daglegar aðstæður og félagsleg færni barna.'
1 Helga Ágústsdóttir félagsráðgjafi vann að öflun gagna. Rannsóknin var styrkt af Norrænu Ráðherranefndiruii,
Rannís, Rannsóknarsjóði Kennaraháskóla Islands og félagsmálaráðuneytinu. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
lagði til starfsaðstöðu fyrir aðstoðarmann. Þessum aðilum og öðrum aðstoðarmönnum eru færðar sérstakar þakkir.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 9. árg. 2000
77