Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 91

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 91
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR bent á að þær leiði athyglina að umfjöllun fjölmiðla og jafnvel fræðimanna, þar sem oft er einblínt á vanda barna og hættur sem að þeim steðja. Niðurstöður af þeim toga eru oft kynntar án tengsla við heildarsamhengi og sneitt hjá því að skoða áhrif barnanna sjálfra og þeirra nánustu sem kunna að draga úr neikvæðum afleiðingum í áhættusömu umhverfi. Slíkar kynningar kunna að leiða til almennrar, menningar- legrar svartsýni um aðstæður barna (Backe-Hansen 1998). Færð hafa verið að því rök í fyrrgreindri lokaskýrslu að almennt hafi íslensku börnin ekki búið við eins mikla félagslega umsjá og öryggi og hin norrænu bömin. Meðal annars virðist vinnutími foreldra og lífshættir fjölskyldna hafa krafið ís- lensku börnin um meira sjálfstæði frá unga aldri, hvað varðaði það að spjara sig sjálf. (Guðrún Kristinsdóttir 1998). Af þessum sökum vakti sérlega athygli að út- koma þeirra var síst verri en norrænna jafnaldra þeirra. Þó að aðrir þættir skipti einnig miklu, þótti niðurstaðan um tíðni hegðunarvanda í skóla sérlega athyglis- verð, ekki síst í ljósi opinberrar umfjöllunar hérlendis um hina óöguðu æsku lands- ins, en fullyrðingar um stöðu þess máls eru enn lítt studdar rannsóknum. Að vísu ber hér að fara varlega, því að hegðunarvandi í bekk var einungis eitt fjölmargra atriða sem skoðað var. Kvarði sem kennarar beittu við sitt mat virtist reyndar traustur og eins hlutlægur og efni standa til með slíka sérsamda og prófaða kvarða. Svör foreldra um börnin eru í svipuðum dúr og því virðast þessar niðurstöður í mótsögn við síendurtekna almenna umfjöllun um slælega hegðun íslenskra barna. Eða er þessi niðurstaða ef til vill enn ein vísbendingin um að tíu ára aldurinn sé fremur en annað aldur rólyndis og jafnvægis? Ef svo er, er það í mótsögn við fyrr- greinda almenna umræðu þar sem kvartað er yfir slæmri hegðun barna allt frá fyrsta skólaári. Það mál hefur að mörgu leyti lítt verið rannsakað hingað til þó þörf sé á því. Rannsóknir og þróunarstarf er beinst hefur að þjálfun í samskiptahæfni barna hefur sýnt góðan árangur og er það mikilvægt mótvægi við aðra umfjöllun (Sigrún Aðalbjarnardóttir 1991). Ahyggjur barna og foreldra af börnunum eru fremur fátíðar eins og fram kom. En þungi áhyggna hjá börnum fylgdist að við áhyggjur foreldra, börn með miklar áhyggjur áttu foreldra með miklar áhyggjur og öfugt. Þegar niðurstöður um áhyggjuefnin eru bornar saman við fyrrgreindar rannsóknir á sama efni er ljóst að áhyggjuefnin eru ekki þau sömu og menningarmunur verður nærtæk skýring (sjá Silverman o.fl. 1995). Bandarísku börnin skýra frá áhyggjum sem virðast lítt vera til staðar í Reykjavík, t.d. hvað snertir heilsufar, eyðni og að verða fyrir skaða. Algeng- ast var að bandarísku börnin segðust hafa áhyggjur af árásum af hendi annarra, þrátt fyrir að rannsóknirnar færu fram á svæðum þar sem glæpir voru ekki sérlega tíðir. Þar höfðu stúlkur oftar áhyggjur en drengir sem er andstætt íslensku niður- stöðunum. Kynjamunur var annað atriði sem vakti athygli eins og getið var um. Hér gilti hið sama um börn allra landanna. Kennarar töldu stúlkurnar hafa meiri sjálfstjórn, vera sveigjanlegri og áhugasamari um námið en drengina. Þrátt fyrir þennan marg- þætta mun hafa drengirnir trú á sjálfum sér, ef marka má mat á sjálfsmynd, sem er afar mikilvægur þáttur, því að ekki var marktækur kynjamunur barnanna á sjálfsmynd í heild sinni. Þó virtust drengirnir hafa sterkari líkamlega sjálfsmynd en 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.