Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 93

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 93
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR ekki alltaf ljós. Til marks um það eru niðurstöður úr finnskum hluta rannsóknarinn- ar en þar voru athuguð áhrif atvinnuleysis foreldra á börnin (Pölkki o.fl.1998). Skyndileg aukning atvinnuleysis í Finnlandi hafði breytt aðstæðum fjölskyldna þar rnjög eins og kunnugt er. Þó að þetta væri að mörgu leyti erfitt, t.d. fyrir fjárhag margra fjölskyldna, komu fram merki um jákvæðar afleiðingar sem leiddu af því að fjölskyldurnar höfðu nú meiri tíma til samvista. Ýmislegt bendir til þess að vandi ís- lenskra barnafjölskyldna virðist meðal annars sá að lítill tími sé til frístunda (Sigrún Júlíusdóttir o.fl. 1995). Hefur það verið rakið til langs vinnutíma foreldra (Stefán Ólafsson 1990). Bæði í íslenska og finnska hlutanum er þetta ástand hvað fjöl- skyldulífið varðar ekki síst bundið fjármálum. Rannsóknir hafa sýnt að fjárhags- vandi hefur neikvæð áhrif á þroska barna. (Bolger o.fl. 1995 og Pölkki 1998). í ljósi þess má gaumgæfa fyrrgreind tengsl milli áhyggna reykvísku barnanna og tekna feðra. Þá er vert að beina athyglinni að svörum barnanna um lausnir, og sést þar að meirihluti barnanna segist taka eitthvað til bragðs, annaðhvort með því að reyna að leysa vandamálin sjálfur eða leita til foreldra. Þetta er áhugaverð niðurstaða ein og sér og sýnir styrk alls þorra barnanna. Auk þess eru tengsl færniþátta við leiðir til lausna á vandamálum athyglisverð. Fram kom að börn sem leituðu aðstoðar mömmu bjuggu yfir marktækt meiri félagsfærni og áttu við minni hegðunarvanda að stríða í skóla, miðað við börn sem sögðust aldrei eða stundum gera það. Hið sama átti þó ekki við um að leita hjálpar hjá öðrum. Engu að síður: Að kunna að leita aðstoðar og gera það fylgdist að við mikla félagsfærni og góða hegðun í skóla. Að vísu má ekki túlka þetta of afdráttarlaust. Félagsleg færni, sem talin er æ mikil- vægari í nútímalífi, byggist mjög á þrennu, að hafa þekkingu eða geta aflað hennar, og að búa yfir hvoru tveggja, færni og áhuga á að beita þekkingu sinni. Hér kann því að vera mikilvæg vísbending um hvaða færni, hvers kyns hegðun skiptir máli og hvaða ráð reynast vel nothæf börnum í hinni margbreytilegu hringiðu daglegs lífs í nútímasamfélögum. Hinar eindregnu jákvæðu niðurstöður um börnin sem þessi rannsókn náði til eru mikilvægar vísbendingar um styrk sem býr með megin- þorra tíu ára barna og umsjónaraðilum þeirra. Heimildir Andersson T. og Magnusson D. 1985. Aggressiveness in middle childhood and regisler- ed alcohol abuse in early adulthood. Reports from the psychological laboratories University of Stockholm nr. 639. Backe-Hansen, E. og Ogden, T. (ritstj.) 1998. 10-tiringar i Norden. Kobenhavn, Nor- disk Ministerrád, Nord:1998:3. Beck. U. 1992. Risk Society. Towards a new Modernity. London, Sage Publ. Bergman L. R. og Magnusson D. 1983. The Development ofPatterns of Maladjustment. Psychological Dept., report nr. 50, University of Stockholm. 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.