Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Qupperneq 93
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR
ekki alltaf ljós. Til marks um það eru niðurstöður úr finnskum hluta rannsóknarinn-
ar en þar voru athuguð áhrif atvinnuleysis foreldra á börnin (Pölkki o.fl.1998).
Skyndileg aukning atvinnuleysis í Finnlandi hafði breytt aðstæðum fjölskyldna þar
rnjög eins og kunnugt er. Þó að þetta væri að mörgu leyti erfitt, t.d. fyrir fjárhag
margra fjölskyldna, komu fram merki um jákvæðar afleiðingar sem leiddu af því að
fjölskyldurnar höfðu nú meiri tíma til samvista. Ýmislegt bendir til þess að vandi ís-
lenskra barnafjölskyldna virðist meðal annars sá að lítill tími sé til frístunda (Sigrún
Júlíusdóttir o.fl. 1995). Hefur það verið rakið til langs vinnutíma foreldra (Stefán
Ólafsson 1990). Bæði í íslenska og finnska hlutanum er þetta ástand hvað fjöl-
skyldulífið varðar ekki síst bundið fjármálum. Rannsóknir hafa sýnt að fjárhags-
vandi hefur neikvæð áhrif á þroska barna. (Bolger o.fl. 1995 og Pölkki 1998). í ljósi
þess má gaumgæfa fyrrgreind tengsl milli áhyggna reykvísku barnanna og tekna
feðra.
Þá er vert að beina athyglinni að svörum barnanna um lausnir, og sést þar að
meirihluti barnanna segist taka eitthvað til bragðs, annaðhvort með því að reyna að
leysa vandamálin sjálfur eða leita til foreldra. Þetta er áhugaverð niðurstaða ein og
sér og sýnir styrk alls þorra barnanna. Auk þess eru tengsl færniþátta við leiðir til
lausna á vandamálum athyglisverð. Fram kom að börn sem leituðu aðstoðar
mömmu bjuggu yfir marktækt meiri félagsfærni og áttu við minni hegðunarvanda
að stríða í skóla, miðað við börn sem sögðust aldrei eða stundum gera það. Hið
sama átti þó ekki við um að leita hjálpar hjá öðrum. Engu að síður: Að kunna að
leita aðstoðar og gera það fylgdist að við mikla félagsfærni og góða hegðun í skóla.
Að vísu má ekki túlka þetta of afdráttarlaust. Félagsleg færni, sem talin er æ mikil-
vægari í nútímalífi, byggist mjög á þrennu, að hafa þekkingu eða geta aflað hennar,
og að búa yfir hvoru tveggja, færni og áhuga á að beita þekkingu sinni. Hér kann
því að vera mikilvæg vísbending um hvaða færni, hvers kyns hegðun skiptir máli
og hvaða ráð reynast vel nothæf börnum í hinni margbreytilegu hringiðu daglegs
lífs í nútímasamfélögum. Hinar eindregnu jákvæðu niðurstöður um börnin sem
þessi rannsókn náði til eru mikilvægar vísbendingar um styrk sem býr með megin-
þorra tíu ára barna og umsjónaraðilum þeirra.
Heimildir
Andersson T. og Magnusson D. 1985. Aggressiveness in middle childhood and regisler-
ed alcohol abuse in early adulthood. Reports from the psychological laboratories
University of Stockholm nr. 639.
Backe-Hansen, E. og Ogden, T. (ritstj.) 1998. 10-tiringar i Norden. Kobenhavn, Nor-
disk Ministerrád, Nord:1998:3.
Beck. U. 1992. Risk Society. Towards a new Modernity. London, Sage Publ.
Bergman L. R. og Magnusson D. 1983. The Development ofPatterns of Maladjustment.
Psychological Dept., report nr. 50, University of Stockholm.
91