Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 97

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 97
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR TVÍTYNGD LEIKSKÓLABÖRN ',,Ég sá mann með einn naglalakk í eyranu" sagði fjögurra ára hálftælensk leikskólastiílka við kennarann sinn. Leikskólakennarinn leiðrétti stúlkuna góðlátlega og sagði mér á eftir að svo virtist sem tvítyngdu leikskólabörnin liefðu ekkifullan málskilning í íslensku, þótt þau fylgdu hinum börnunum eftir í leikskólastarfinu. Hann sagði að uppeldi og kennsla barna aferlendum uppruna væri nýtt og krefjandi verkefyi starfsfólks leikskóla. Hér verður fjallað um þennan nýja veruleika að íslenskt samfélag er að þróast í fjöl- menningarsamfélag. í leikskólunum eru nú þegar börn sem búa í tveimur menningar- heimum og tala og skiljafleiri en eitt tungumál og fer þeim fjölgandi. Grein þessi skiptist í tvo hluta, annars vegar umfjöllun um Jjölmenningarsamfélög og hins vegar verður leitast við að gefa dæmi um veruleika tvítyngdra leikskólabarna á íslandi. Gerð verður grein fyrir hugtakinu tvítyngi, rætt um stöðu og hlutskipti tvítyngdra barna og þátt móðurmálsins í því að börn geti nýtt sér tvö tungumál til náms og starfa. Einnig verður fjallað um kynþáttafordóma og hvaða áhrif þeir geta haft á sjálfsmynd og náms- árangur þeirra sem fyrir þeim verða. Loks verður dregin upp mynd af þremur leikskóla- börnum, Kristínu, Lárusi og Perlu sem að hálfu leyti eru af erlendu bergi brotin og jafn- framt tvítyngd. Hér byggi ég að mestu á viðtölum við leikskólakennara ogforeldra, en með því að lýsa því hvernig foreldrar barnanna skynja og skilja aðstæður sínar, vonast ég til að varpa Ijósi á sérstöðu barnanna. Þessi hluti greinarinnar byggist á gögnum eigindlegrar rannsóknar sem ég gerði á árunum 1996-1998 í leikskólum í Reykjavík. Rannsóknin er meginefni MA-ritgerðar minnar í uppeldis- og menntunarfræði við Félagsvísindadeild Há- skóla íslands I. FJÖLMENNINGARSAMFÉLÖG Á síðustu áratugum hafa fólksflutningar milli landa og landsvæða aukist jafnt og þétt og árið 1997 var talið að um 90 milljónir manna byggju löglega eða ólöglega í öðru landi en þær fæddust í (Stalker, 1997). Nú búa því í flestum eða öllum löndum heims margar þjóðir eða þjóðernishópar. í tæplega 200 löndum eru töluð um það bil 5000 tungumál (Cummins, 1996:96) og um það bil 70% af íbúum heimsins búa við fleiri en eitt tungumál (Siraj-Blatchford, 1994:46). í félagsvísindum er menningar- legum margbreytileika1 2 eða fjölmenningu gefinn æ meiri gaumur. Hugtakið vísar ekki einungis til fólks af ólíkum kynþætti eða þjóðerni heldur einnig til annarra félags- legra og menningarlegra þátta sem móta líf fólks, til dæmis stéttar, fötlunar, aldurs kynferðis og trúar (Gollnick og Chinn, 1998:13-19). 1 Ritgerðin nefnist Menningarlegur margbreytileiki í leikskólum: Rannsókn á þátttöku tvítyngdra barna og barna með fÖtlun í lcikskólastarfi, 1999. Leiðbeinandi Rannveig Traustadóttir Ph.D. 2 Þýðing á enska orðinu multiculturalism. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 9. árg. 2000 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.