Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 97
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
TVÍTYNGD LEIKSKÓLABÖRN
',,Ég sá mann með einn naglalakk í eyranu" sagði fjögurra ára hálftælensk leikskólastiílka
við kennarann sinn. Leikskólakennarinn leiðrétti stúlkuna góðlátlega og sagði mér á eftir að
svo virtist sem tvítyngdu leikskólabörnin liefðu ekkifullan málskilning í íslensku, þótt þau
fylgdu hinum börnunum eftir í leikskólastarfinu. Hann sagði að uppeldi og kennsla barna
aferlendum uppruna væri nýtt og krefjandi verkefyi starfsfólks leikskóla.
Hér verður fjallað um þennan nýja veruleika að íslenskt samfélag er að þróast í fjöl-
menningarsamfélag. í leikskólunum eru nú þegar börn sem búa í tveimur menningar-
heimum og tala og skiljafleiri en eitt tungumál og fer þeim fjölgandi.
Grein þessi skiptist í tvo hluta, annars vegar umfjöllun um Jjölmenningarsamfélög og
hins vegar verður leitast við að gefa dæmi um veruleika tvítyngdra leikskólabarna á íslandi.
Gerð verður grein fyrir hugtakinu tvítyngi, rætt um stöðu og hlutskipti tvítyngdra barna
og þátt móðurmálsins í því að börn geti nýtt sér tvö tungumál til náms og starfa. Einnig
verður fjallað um kynþáttafordóma og hvaða áhrif þeir geta haft á sjálfsmynd og náms-
árangur þeirra sem fyrir þeim verða. Loks verður dregin upp mynd af þremur leikskóla-
börnum, Kristínu, Lárusi og Perlu sem að hálfu leyti eru af erlendu bergi brotin og jafn-
framt tvítyngd. Hér byggi ég að mestu á viðtölum við leikskólakennara ogforeldra, en með
því að lýsa því hvernig foreldrar barnanna skynja og skilja aðstæður sínar, vonast ég til að
varpa Ijósi á sérstöðu barnanna. Þessi hluti greinarinnar byggist á gögnum eigindlegrar
rannsóknar sem ég gerði á árunum 1996-1998 í leikskólum í Reykjavík. Rannsóknin er
meginefni MA-ritgerðar minnar í uppeldis- og menntunarfræði við Félagsvísindadeild Há-
skóla íslands
I. FJÖLMENNINGARSAMFÉLÖG
Á síðustu áratugum hafa fólksflutningar milli landa og landsvæða aukist jafnt og
þétt og árið 1997 var talið að um 90 milljónir manna byggju löglega eða ólöglega í
öðru landi en þær fæddust í (Stalker, 1997). Nú búa því í flestum eða öllum löndum
heims margar þjóðir eða þjóðernishópar. í tæplega 200 löndum eru töluð um það
bil 5000 tungumál (Cummins, 1996:96) og um það bil 70% af íbúum heimsins búa
við fleiri en eitt tungumál (Siraj-Blatchford, 1994:46). í félagsvísindum er menningar-
legum margbreytileika1 2 eða fjölmenningu gefinn æ meiri gaumur. Hugtakið vísar ekki
einungis til fólks af ólíkum kynþætti eða þjóðerni heldur einnig til annarra félags-
legra og menningarlegra þátta sem móta líf fólks, til dæmis stéttar, fötlunar, aldurs
kynferðis og trúar (Gollnick og Chinn, 1998:13-19).
1 Ritgerðin nefnist Menningarlegur margbreytileiki í leikskólum: Rannsókn á þátttöku tvítyngdra barna og barna með
fÖtlun í lcikskólastarfi, 1999. Leiðbeinandi Rannveig Traustadóttir Ph.D.
2 Þýðing á enska orðinu multiculturalism.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 9. árg. 2000
95