Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 98

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 98
TVÍTYNGD LEIKSKÓLABÖRN Á tímum hnattvæðingar og aukinna samskipta verða mennimir bæði líkari og ólíkari. Þeir verða líkari vegna þess að þeir eru þátttakendur í sameiginlegu efna- hags- og neyslusamfélagi. Sömu fyrirtækin blasa við augum í New York, Tokyo og Reykjavík og á öllum þessum stöðum getur fólk borðað sams konar mat og horft á sömu þættina í sjónvarpinu. Afleiðingin er minni munur á menningu þjóða. En jafnframt skynjar fólk dýrmæti staðbundinnar menningar og vill halda í sérkenni sín, t.d. tungu og trú. Forsendur hafa eflst fyrir þjóðernishyggju og hópamyndun sem byggir á menningarlegri og trúarlegri arfleifð. Til þess að þjóðerniskennd myndist hjá hópi verður að vera samgangur við annan hóp með aðra lífssýn og skoðanir. Hópunum hættir til að mikla fyrir sér hve ólíkir þeir eru og milli þeirra getur myndast togstreita. Jafnframt eiga fordómar greiða leið að hugum fólks. Viðbrögð fólks við einsleitni hnattrænnar menningar eru að afmarka sérstöðu sína og leggja frekar áherslu á það sem greinir að en það sem sameinar (Eriksen og Sor- heim, 1994:58-62. Sjá einnig Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, 1998). í flestum ríkjum fer margbreytileiki vaxandi og átök milli hópa eru eitt helsta vandamál sem sam- félög manna standa frammi fyrir. Ráðamenn þjóða láta gjarnan í það skína að fólk sem nýlega hefur sest að í landinu sé orsök alls kyns vandamála og gera ekki ráð fyrir að þjóðfélagið hafi á nokkurn hátt hagnast á því að innflytjendur settust þar að, þrátt fyrir að margir þeirra væru menntamenn sem færðu nýja þekkingu til landsins. Sé litið til sögunnar má hins vegar ljóst vera að frá alda öðli hafa alls kyns deilur og misrétti viðgengist og að kúgun og kynþáttahatur er ekki bundið nýjum hópum (Gundara, 1990:106-107). Aðlögun innflytjenda Við aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi og tengsl þeirra við menninguna sem þar er fyrir er oftast talað um þrjár meginleiðir (Sjá Eriksen og Sorheim, 1994; Hagen og Qureshi, 1996; Phinney, Chavira og Williamson, 1992; Skutnabb-Kangas 1981). Þær eru samlögun (assimilation), samþætting (integration) og aðskilnaður (segrega- tion). Einnig er rætt um að jaðarstaða (marginality) geti orðið hlutskipti minnihluta- hópa í samfélaginu, en þá slitnar fólkið úr tengslum við upprunalega menningu, án þess að tengjast annarri. 1) Samlögun merkir að minnihlutahópar, sjálfviljugir eða nauðbeygðir, laga sig að meirihlutamenningunni, bæði félagslega og menningarlega. Þeir segja skilið við upprunalega menningu og tungu, en verða sem líkastir íbúunum sem fyrir voru í landinu og taka upp tungumál þeirra og siði. Samlögun merkir að menning minni- hlutahópa hverfur og þeir missa sérkenni sín. Ef samlögun á að heppnast þarf hún langan tíma. Gerist hún hratt eða sé henni þröngvað upp á íbúana getur það leitt til margs konar erfiðleika. Alltaf er þó um einhverja sjálfviljuga samlögun að ræða, en þá ákveður fólk sjálft að vilja líkjast íbúunum sem fyrir voru í samfélaginu. 2) í samþættingu felst að þjóðernisminnihlutar halda eigin menningu, tungu og sérkennum en tileinka sér einnig menningu meirihlutans. Einstaklingarnir öðlast færni tveggja menningarheima og hafa á valdi sínu tvö ólík tungumál, tvenns konar siði, gildismat og samskiptahætti. Fólk þarf að fá stuðning til þess að geta haldið við eigin máli og öðrum sérkennum. Samþætting krefst aðlögunar beggja hópa, 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.