Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 99

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 99
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR einnig meirihlutans sem verður að geta viðurkennt sérkenni og sérþarfir minni- hlutahópsins. Samþætting felur í sér að minnihlutahópurinn tekur þátt í vinnu- markaði, stjórnmálum og efnahagslífi eins og þeir sem tilheyra meirihlutanum, enda hefur minnihlutahópurinn sömu réttindi og skyldur og aðrir íbúar samfélags- ins. 3) AöskilnaÖur vísar til þess að minnihlutahópur er aðgreindur frá meirihlut- anum eða velur sjálfur að vera það. Sé aðskilnaðurinn sjálfviljugur velja einstak- lingar eða hópar að búa út af fyrir sig og viðhalda eigin siðum án þess að verða fyrir miklum áhrifum frá ríkjandi menningu. Oft eru minnihlutahópar þvingaðir til aðskilnaðar og búa á afmörkuðum landsvæðum. Meirihlutinn undirokar þá minni- hlutann í pólitískum, efnahagslegum eða félagslegum skilningi. Oftast byggir að- skilnaðurinn á þeirri hugsun að fólk úr minnihlutahópnum sé minna virði en meiri- hluti íbúanna og því sé óhagkvæmt að blanda menningarheimum saman (Eriksen og Sorheim, 1994:91-92). Á Vesturlöndum hefur lengstum verið stefnt að samlögun í málefnum innflytj- enda. Þeir áttu að líkjast sem mest íbúunum sem fyrir voru og í því skyni áttu þeir að læra tungumál, siði og venjur meirihlutans sem hraðast. í Bandaríkjunum hefur líkingin um deigluna verið notuð í umræðu um þessi mál (Phinney o.fl., 1992:299). Þá er gert ráð fyrir að menningarhóparnir „bráðni" saman í eina menningu. En reynslan hefur sýnt, að sjaldnast verður um algjöra samlögun að ræða þótt komu- menn leggi niður tungumál og siði og semji sig að háttum heimafólks. Frumhópa- tengsl svo sem giftingar milli minnihluta og meirihluta eru sjaldgæf og neikvæð mismunun og fordómar eru ríkjandi (Gollnick og Chinn, 1998:12-13). Á Norðurlöndum hafa áherslur í málefnum minnihlutahópa breyst á síðustu árum. Stefnumótun er nú byggð á hugmyndinni um sampættingu. í þeirri umræðu hefur samfélaginu verið líkt við „salatskál" (Phirmey o.fl., 1992:299). Hóparnir bráðna ekki saman heldur halda þeir sérkennum sínum um leið og þeir eru hluti af öllu salatinu og viðurkenndir sem virkir samfélagsþegnar. Stefnt er að því að minni- hlutinn öðlist jafna stöðu á við meirihlutann. Rannsókn Phinney og fl. 1992 leiddi í ljós að æskufólk úr þjóðernisminnihlutahópum í Bandaríkjunum var eindregið hlynnt samþættingu, þ.e. að minnihlutahópar héldu einkennum menningar sinnar jafnframt því sem þeir tóku þátt í bandarísku þjóðfélagi. Ungmenni sem höfðu jákvæða afstöðu til minnihlutahópsins sem þau tilheyrðu voru einnig með betra sjálfstraust en þau sem höfðu það ekki. Því má álíta að menningarlegt fjölbýli sem byggir á samþættingu sé góður kostur í margbreytilegu samfélagi sem miðar að þroska og jafnrétti allra þegna. Islensk fjölmenning íslendingar voru tiltölulega einangraðir frá öðrum þjóðum öldum saman og má því ætla að hér hafi menning verið nokkuð einsleit. Á 19. öld bárust ný viðhorf og siðir til landsins í vaxandi mæli. Tuttugasta öldin var öld mikilla tæknibreytinga og fram- fara og smám saman hefur ýmiss konar fjölbreytni í mannlífinu vaxið samfara aukn- um samskiptum við aðrar þjóðir. Fólk sem fluttist hingað var gjarnan frá Norður- Evrópu og Norður-Ameríku og varð í flestum tilvikum virkt í íslensku samfélagi 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.