Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 103

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 103
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR einnig reglur málsins. Fullorðið fólk í umhverfi barnsins styður barnið í því að ná tökum á málinu. Um leið og barnið verður þátttakandi í málsamfélagi fær það einnig aðgang að menningu viðkomandi tungumáls. Menningin samanstendur af hugtökum og táknum sem einungis er hægt að koma til skila með tungumálinu og um leið og barnið lærir málið lærir það einnig menninguna. Þegar barnið eldist og fer í skóla fer það eftir menningu skólans hvernig barninu gengur. Sé menning heimilisins og ráðandi menning innan skólans sú sama eða svipuð, heldur menningarnám og máltaka barnsins yfirleitt áfram án erfiðleika eða árekstra. Sé hins vegar mikill munur á menningu heimilis og skóla geta nemendur átt í erfiðleikum. Barn frá Tæ- landi, sem á tælensku að móðurmáli, getur átt erfitt með að taka þátt í leikskóla- starfi sem stjórnað er af íslenskum leikskólakennara. Þar getur verið um að ræða vanda vegna þess að leikskólakennarinn skilur ekki barnið og það ekki hann, en einnig vegna ólíkra hugmynda, siða og venja. Tvítyngi og skólanám Cummins (1996:51-52) talar um að í Norður-Ameríku sé tvenns konar misskiln- ingur algengur varðandi tvítyngda- nemendur. Fyrri misskilningurinn er fólginn í því að álíta að þeir nemendur, sem ekki hafa fullkomið vald á talmáli meirihlutans, séu treggáfaðir og síður færir um rökhugsun. Þetta veldur því að lítils er vænst af nemendunum og þeir jafnvel settir í sérkennslu án þess að ástæða sé til. Seinni mis- skilningurinn felst í því að gera ráð fyrir að nemendur, sem tala tungu meirihlutans reiprennandi, hafi þar með náð fullkomnu valdi á öllum þáttum tungumálsins. Gangi þessum börnum illa í skólanum er málerfiðleikum ekki um kennt heldur eru þau álitin vera illa gefin og komið fram við þau samkvæmt því. í tilvikunum hér að framan er gert ráð fyrir að saman fari samtalsleikni og hæfni til að nota málið til skólanáms. Pauline Gibbons (Cummins, 1996:56-57) hefur gert skýran greinarmun á „leikmáli" og „skólamáli". Með leikmálinu getur barnið eignast vini og tekið þátt í leikjum. Barnið notar látbragð og svipbrigði félaganna til að hjálpa sér að skilja. Leikni á þessu sviði er nauðsynleg til þess að læra mál og án leikmálsins væri barnið einangrað frá félögum sínum á leiksvæðinu. En leikmálið er gjörólíkt málinu sem kennararnir nota í skólastofunni. Þar er gerð krafa um að settar séu fram tilgátur, dregnar ályktanir, flokkað, spáð fyrir um og alhæft. Slík hæfni er nauðsynleg í öllum greinum skólanáms. Ekki er hægt að meta mál nem- andans réttilega nema hafa í huga að þarna er um tvö ólík svið að ræða. Talið er að barn sé innan við tvö ár að ná leikni í talmáli sem nýtist því í leik og samskiptum við félaga. Hins vegar taki það nemendur sem flytjast til nýs lands a.m.k. fimm ár að ná svo góðu valdi á málinu að þeir standi innfæddum félögum á sporði í námi (Cummins, 1996:61-62). Nýlegar rannsóknir (Cummins, 1996:104-105) leiða líkur að því að tvítyngi geti haft góð áhrif bæði á málfar nemenda og vitrænan þroska. Tvítyngd börn höfðu yfirburði yfir eintyngd börn þegar athuguð var þekking barnanna á uppbyggingu og hlutverki tungumálsins. Til að geta náð valdi á tveimur málkerfum þarf tvítyngt barn að greina merkingu miklu fleiri orða en barn sem lærir eitt mál. Hæfni tví- 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.