Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 103
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
einnig reglur málsins. Fullorðið fólk í umhverfi barnsins styður barnið í því að ná
tökum á málinu.
Um leið og barnið verður þátttakandi í málsamfélagi fær það einnig aðgang að
menningu viðkomandi tungumáls. Menningin samanstendur af hugtökum og
táknum sem einungis er hægt að koma til skila með tungumálinu og um leið og
barnið lærir málið lærir það einnig menninguna. Þegar barnið eldist og fer í skóla
fer það eftir menningu skólans hvernig barninu gengur. Sé menning heimilisins og
ráðandi menning innan skólans sú sama eða svipuð, heldur menningarnám og
máltaka barnsins yfirleitt áfram án erfiðleika eða árekstra. Sé hins vegar mikill
munur á menningu heimilis og skóla geta nemendur átt í erfiðleikum. Barn frá Tæ-
landi, sem á tælensku að móðurmáli, getur átt erfitt með að taka þátt í leikskóla-
starfi sem stjórnað er af íslenskum leikskólakennara. Þar getur verið um að ræða
vanda vegna þess að leikskólakennarinn skilur ekki barnið og það ekki hann, en
einnig vegna ólíkra hugmynda, siða og venja.
Tvítyngi og skólanám
Cummins (1996:51-52) talar um að í Norður-Ameríku sé tvenns konar misskiln-
ingur algengur varðandi tvítyngda- nemendur. Fyrri misskilningurinn er fólginn í
því að álíta að þeir nemendur, sem ekki hafa fullkomið vald á talmáli meirihlutans,
séu treggáfaðir og síður færir um rökhugsun. Þetta veldur því að lítils er vænst af
nemendunum og þeir jafnvel settir í sérkennslu án þess að ástæða sé til. Seinni mis-
skilningurinn felst í því að gera ráð fyrir að nemendur, sem tala tungu meirihlutans
reiprennandi, hafi þar með náð fullkomnu valdi á öllum þáttum tungumálsins.
Gangi þessum börnum illa í skólanum er málerfiðleikum ekki um kennt heldur eru
þau álitin vera illa gefin og komið fram við þau samkvæmt því.
í tilvikunum hér að framan er gert ráð fyrir að saman fari samtalsleikni og
hæfni til að nota málið til skólanáms. Pauline Gibbons (Cummins, 1996:56-57) hefur
gert skýran greinarmun á „leikmáli" og „skólamáli". Með leikmálinu getur barnið
eignast vini og tekið þátt í leikjum. Barnið notar látbragð og svipbrigði félaganna til
að hjálpa sér að skilja. Leikni á þessu sviði er nauðsynleg til þess að læra mál og án
leikmálsins væri barnið einangrað frá félögum sínum á leiksvæðinu. En leikmálið er
gjörólíkt málinu sem kennararnir nota í skólastofunni. Þar er gerð krafa um að
settar séu fram tilgátur, dregnar ályktanir, flokkað, spáð fyrir um og alhæft. Slík
hæfni er nauðsynleg í öllum greinum skólanáms. Ekki er hægt að meta mál nem-
andans réttilega nema hafa í huga að þarna er um tvö ólík svið að ræða. Talið er að
barn sé innan við tvö ár að ná leikni í talmáli sem nýtist því í leik og samskiptum
við félaga. Hins vegar taki það nemendur sem flytjast til nýs lands a.m.k. fimm ár
að ná svo góðu valdi á málinu að þeir standi innfæddum félögum á sporði í námi
(Cummins, 1996:61-62).
Nýlegar rannsóknir (Cummins, 1996:104-105) leiða líkur að því að tvítyngi geti
haft góð áhrif bæði á málfar nemenda og vitrænan þroska. Tvítyngd börn höfðu
yfirburði yfir eintyngd börn þegar athuguð var þekking barnanna á uppbyggingu
og hlutverki tungumálsins. Til að geta náð valdi á tveimur málkerfum þarf tvítyngt
barn að greina merkingu miklu fleiri orða en barn sem lærir eitt mál. Hæfni tví-
101