Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 104

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 104
TVÍTYNGD LEIKSKÓLABÖRN tyngda barnsins til greiningar verður þannig meiri og það kemur því til góða í hugsun og námi. Gerður er greinarmunur á tvenns konar tvítyngi: 1) Seinna mál bætist við fyrra mál án þess að hafa slæm áhrif á það og nemandinn nær góðu valdi á talmáli og ritmáli í báðum tungumálum. 2) Seinna mál kemur í staðinn fyrir fyrra mál og nemendinn glatar fyrri hæfni í móðurmáli. Talið er að fái nemandinn ekki stuðning skólans til að verða læs á móðurmálinu og þróa það áfram, sé hætt við að síðari tegundin af tvítyngi verði ofaná (Cummins, 1996:105-106). Wong-Fillmore (1991:341-342) rekur dæmi um börn sem hætta að tala móður- málið heima. Tvennt kemur til, skóli og samfélag þrýsta á barnið að taka upp mál meirihlutans, og einnig vill barnið vera virt og viðurkennt í félagahópnum og tala eins og félagarnir. Það má því segja að bæði innri og ytri öfl þrýsti á barnið að hætta að tala móðurmálið. Afleiðingarnar verða þær að smám saman hætta foreldrar og börn að skilja hvert annað, tengsl barnsins við fjölskylduna rofna og um leið minnka áhrif foreldra á uppeldi og félagsmótun barnsins. Ekki er ólíklegt að meðal annars megi rekja slæmt gengi tvítyngdra barna í skóla til þessara aðstæðna. Reynsla úr margtyngdum bamaskóla leiddi í ljós að námsárangur tvítyngdra bama stórbamaði þegar þau notuðu móðurmálið (Blackledge, 1994:55-59). Þetta var sérstak- lega augljóst þegar börnin voru að segja hvert öðru sögur á eigin máli. Móðurmálsnotk- unin stuðlaði ekki aðeins að betri málhæfni og hafði góð áhrif á vitsmunaþroska, held- ur var mikilvæg til að efla skilning á ólíkri menningu og til að vinna á móti kynþátta- fordómum. Talið er að til þess að seinna mál bætist við málhæfni bamanna þurfi að hvetja til móðurmálsnotkunar í skólanum og nýta alla möguleika bamsins til að þrosk- ast. Ekki þarf að gera kröfur um að bamið tali annaðhvort móðurmál eða seinna mál. Bömunum er eðlilegt að skipta á milli mála og það er liður í að auka vitneskju bamsins um eðli máls og málnotkun. Tíma sem varið er til kennslu á máli minnihlutans er vel varið því að hugtakaskilningur eins tungumáls hjálpar nemandanum að skilja hugtökin í öðru máli. Lestur og fræðaiðkun á móðurmáli auðveldar nemandanum fræðistörf á seinna máli (Cummins, 1996:122-123). Sjálfsmynd og kynþáttafordómar Myndun huglægrar sjálfsmyndar6 er mikilvægt og flókið ferli og hver persóna hefur í senn margar hugmyndir um sjálfa sig sem geta stangast á. Hugmyndirnar hafa orðið til í blöndu af margs konar orðræðu, reynslu viðkomandi af samskiptum við aðra og lífsskilyrðum sem hver og einn býr við. Um leið og hugmyndir verða til um hvernig maður sé, verða til hugmyndir um það sem maður er ekki. Sé maður karl, er maður ekki kona, ef hvítur, þá ekki svartur. Þannig „öðrum" við þá sem ekki eru sömu megin við skilin og við sjálf. Við vitum hver við erum með því að draga mörk og staðsetja annað fólk utan við mörkin (Epstein, 1993:18-19). Talið er að hver og ein manneskja semji „kenningu" um sjálfa sig. Kenningin geymir allar skoðanir, vitneskju og tilfinningar sem viðkomandi tengir sjálfri sér. Hluti af kenningunni er vimeskjan um að tilheyra einhverjum sérstökum hópi, það er 6 Sjálfsmynd er hér notað sem þýðing á identity. 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.