Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 108

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 108
TVÍTYNGD LEIKSKÓLABÖRN hömlun Perlu og lagði áherslu á að Perla fengi sem mesta og besta þjálfun. í leik- skólanum var því ekki mikið hugað að kínverskum uppruna Perlu. Þarna skiptir líka máli að starfsmaðurinn sem mest sá um Perlu var ekki byrjaður í leikskólanum þegar margmenningarverkefnið stóð yfir og tók ekki þátt í starfinu eða í þeirri umræðu sem þar fór fram. Menning og uppruni Perla, Lárus og Kristín búa hvert um sig í tveimur menningarheimum hvað snertir gildismat, viðhorf og skoðanir. Það kom glögglega í ljós í viðtölum við foreldra þeirra, þótt ólíkt sé hvernig fjölskyldur þeirra skynja þennan mun. íslensk amma Perlu sagði að ekki væri til ólíkara fólk í hugsun en íslendingar og Kínverjar, „þeir hugsa í árþúsundum en ekki árum, þeir hafa nógan tíma og eru svo margir, allt er fyrirfram hugsað og fyrirfram ákveðið og ekkert gert í flýti eða óyfirvegað." Margt í háttum Islendinga fannst erlendu mæðrunum undarlegt. Erfiðast er kannski að sætta sig við dagleg smáatriði, þetta sem bara „er svona" en þannig birtist menningin í svo sjálfsögðum hlutum að ekki þarf einu sinni að ræða þá. Marie talaði um að Islendingar skófluðu í sig matnum á örfáum mínútum og gæfu sér varla tíma til að setjast niður, en í Frakklandi sæti öll fjölskyldan lengi saman við matarborðið. Li talaði um að mannmergðinni í Kína fylgdi ákveðið öryggi og þótt hún hafi ekki búist við því saknar hún mannfjöldans sem þar var alls staðar. í Kína tíðkast einnig opinská samskipti við ókunnugt fólk sem hún sagði að íslend- ingar réðu ekki við. Li sagði að Islendingar þyrftu að vera drukknir til þess að geta nálgast ókunnuga. Marie lýsti því einnig hvernig mannlífið væri öðru vísi í Frakk- landi. Hér væri miklu meiri nánd, allir þekktu til allra og héldu í gömul sambönd sem mynduðust í skóla en í Frakklandi missti fólk hvert af öðru strax eftir skólavist. Konurnar fengju til dæmis önnur nöfn þegar þær giftust og þannig rofnuðu sam- bönd. Marie talaði um að sér væri mikils virði að hlúa að rótum sínum og uppruna og hún taldi mikilvægt að gefa sonum sínum hlutdeild í menningu sinni. Bæði Marie og Li töluðu um að það væri mikið agaleysi á íslandi. í Frakklandi þurfi börn að sýna kennaranum virðingu, sitja á sínum stað og hafa hljóð. Marie sá samt kosti við frjálsræðið og það að vera að mestu laus við mengun og ofbeldi. Li þótti uppeldið hér alltof laust í reipunum. Til dæmis var hún mótfallin vali í leik- skólum. Hún áleit að svona ung börn hefðu engan þroska til að velja. í Kína er ákveðin leið eða braut sem barnið verður að fylgja. Li áleit að Perla fengi betri menntun í Kína vegna þess að þar væri skólinn miklu strangari, þar eru 6 ára börn í skólanum frá kl. sjö á morgnana til fimm síðdegis. Einnig væri þéttari stuðningur við hvert barn. I Kína mega foreldrar einungis eignast eitt barn. Barnið yrði því sérstaklega dýrmætt og sex manneskjur slægju skjaldborg um barnið, foreldrarnir og tvö pör af öfum og ömmum. Við hvert barn eru bundnar miklar vonir. Það er kannski þess vegna sem Li hefur ekki sagt foreldrum sínum í Kína frá því að Perla er fötluð. Annars vildi Li gjarnan að Perla yrði frekar kínversk en íslensk þegar hún yxi upp. Hún taldi að stefnuleysi einkenndi íslenska unglinga, alltof margt væri í boði og þess vegna væri erfitt að verða að manni á íslandi. í Kína er allt í fastari skorð- 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.