Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 108
TVÍTYNGD LEIKSKÓLABÖRN
hömlun Perlu og lagði áherslu á að Perla fengi sem mesta og besta þjálfun. í leik-
skólanum var því ekki mikið hugað að kínverskum uppruna Perlu. Þarna skiptir
líka máli að starfsmaðurinn sem mest sá um Perlu var ekki byrjaður í leikskólanum
þegar margmenningarverkefnið stóð yfir og tók ekki þátt í starfinu eða í þeirri
umræðu sem þar fór fram.
Menning og uppruni
Perla, Lárus og Kristín búa hvert um sig í tveimur menningarheimum hvað snertir
gildismat, viðhorf og skoðanir. Það kom glögglega í ljós í viðtölum við foreldra
þeirra, þótt ólíkt sé hvernig fjölskyldur þeirra skynja þennan mun. íslensk amma
Perlu sagði að ekki væri til ólíkara fólk í hugsun en íslendingar og Kínverjar, „þeir
hugsa í árþúsundum en ekki árum, þeir hafa nógan tíma og eru svo margir, allt er
fyrirfram hugsað og fyrirfram ákveðið og ekkert gert í flýti eða óyfirvegað."
Margt í háttum Islendinga fannst erlendu mæðrunum undarlegt. Erfiðast er
kannski að sætta sig við dagleg smáatriði, þetta sem bara „er svona" en þannig
birtist menningin í svo sjálfsögðum hlutum að ekki þarf einu sinni að ræða þá.
Marie talaði um að Islendingar skófluðu í sig matnum á örfáum mínútum og gæfu
sér varla tíma til að setjast niður, en í Frakklandi sæti öll fjölskyldan lengi saman
við matarborðið. Li talaði um að mannmergðinni í Kína fylgdi ákveðið öryggi og
þótt hún hafi ekki búist við því saknar hún mannfjöldans sem þar var alls staðar. í
Kína tíðkast einnig opinská samskipti við ókunnugt fólk sem hún sagði að íslend-
ingar réðu ekki við. Li sagði að Islendingar þyrftu að vera drukknir til þess að geta
nálgast ókunnuga. Marie lýsti því einnig hvernig mannlífið væri öðru vísi í Frakk-
landi. Hér væri miklu meiri nánd, allir þekktu til allra og héldu í gömul sambönd
sem mynduðust í skóla en í Frakklandi missti fólk hvert af öðru strax eftir skólavist.
Konurnar fengju til dæmis önnur nöfn þegar þær giftust og þannig rofnuðu sam-
bönd. Marie talaði um að sér væri mikils virði að hlúa að rótum sínum og uppruna
og hún taldi mikilvægt að gefa sonum sínum hlutdeild í menningu sinni.
Bæði Marie og Li töluðu um að það væri mikið agaleysi á íslandi. í Frakklandi
þurfi börn að sýna kennaranum virðingu, sitja á sínum stað og hafa hljóð. Marie sá
samt kosti við frjálsræðið og það að vera að mestu laus við mengun og ofbeldi. Li
þótti uppeldið hér alltof laust í reipunum. Til dæmis var hún mótfallin vali í leik-
skólum. Hún áleit að svona ung börn hefðu engan þroska til að velja. í Kína er
ákveðin leið eða braut sem barnið verður að fylgja. Li áleit að Perla fengi betri
menntun í Kína vegna þess að þar væri skólinn miklu strangari, þar eru 6 ára börn í
skólanum frá kl. sjö á morgnana til fimm síðdegis. Einnig væri þéttari stuðningur
við hvert barn. I Kína mega foreldrar einungis eignast eitt barn. Barnið yrði því
sérstaklega dýrmætt og sex manneskjur slægju skjaldborg um barnið, foreldrarnir
og tvö pör af öfum og ömmum. Við hvert barn eru bundnar miklar vonir. Það er
kannski þess vegna sem Li hefur ekki sagt foreldrum sínum í Kína frá því að Perla
er fötluð.
Annars vildi Li gjarnan að Perla yrði frekar kínversk en íslensk þegar hún yxi
upp. Hún taldi að stefnuleysi einkenndi íslenska unglinga, alltof margt væri í boði
og þess vegna væri erfitt að verða að manni á íslandi. í Kína er allt í fastari skorð-
106