Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Qupperneq 117
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR
meira skipulag og skýrari umgjörð. Því þarf að skapa öryggi í umhverfi þeirra með
ákveðnum reglum þannig að börnin hafi möguleika á að þekkja persónur, staði,
athafnaraðir og fyrirbæri í umhverfinu og öðlast þannig öryggi (Knill 1990, Vinter-
hoj 1978, Vilhelmsen 1992). Aðferðin „skipulögð boðskipti" felur í sér að notað er
svokallað „dagskipulag" til þess að skapa umgjörð fyrir hvern dag vikunnar. Not-
aðir eru kassar, töflur eða pokar sem í er settur ákveðinn hlutur sem tákn fyrir það
sem á að fara að gera hverju sinni, t.d. skeið fyrir að borða, bolli fyrir að drekka
o.s.frv. Barnið fær hlutinn í hendurnar og því er sagt með táknum og/eða orðum
hvað er í vændum og það síðan látið endurtaka sjálft það sem sagt var. Jafnframt er
lögð mikil áhersla á að merkja og skipuleggja umhverfi barnsins í því skyni að auka
öryggi þess og gera því kleift að þekkja nánasta umhverfi. Aðferðin er enn mikið
notuð þótt margir hafi gagnrýnt hana á síðari árum. Sú gagnrýni snýst um að börn-
unum sé stýrt of mikið, skipulagið sé of stíft, gefi ekki rúm fyrir nýjar upplifanir og
laði ekki fram frumkvæði og sjálfstæði barnsins. Afleiðing þess er talin verða sú að
börnin skorti frumkvæði og þau loki sig af frá umhverfinu (Jacobsen 1992).
Á allra síðustu árum hefur umræðan því snúist um að kafa þurfi enn dýpra og
skoða í nýju ljósi forsendur þess að mikið fötluð börn eigi árangursríkt samspil við
mótaðila sína frá upphafi (Nafstad og Rodbroe 1998). Með bakgrunn í rannsóknum
á fyrstu tengslamyndun móður og barns hefur hópur norræns fagfólks, þar með tal-
ið frá Islandi, unnið að gerð athugunarlíkans sem gengur undir heitinu „þroskapró-
fíllinn" („utviklingsprofilen"). Þessi vinna hefur farið fram á vegum norræns fræða-
seturs „Nordisk Uddanelsescenter for Dovblindepersonale" sem norræna ráðherra-
nefndin rekur. Stjórn verkefnisins er í höndum Önnu Nafstad frá Noregi og Inger
Röbroe frá Danmörku. í rannsókninni sem hér er lýst var alfarið stuðst við lýsingar
þeirra á prófílnum. Fyrirlögn þroskaprófílsins og fyrirgjöf hefur ekki verið stöðluð
enda er frekar litið á hann sem athugunarlíkan en þroskapróf (Nafstad 1996). Pró-
fíllinn er ætlaður til greiningar á tengslum barnsins við umhverfi sitt og mótaðila
sína. Hann hefur hingað til aðallega verið notaður við athuganir á boðskiptum
daufblindra en í þeirri rannsókn sem hér er lýst er hann notaður til viðmiðunar í
mati á boðskiptum þeirra barna sem þátt tóku í rannsókninni.
Hvað eru boðskipti?
Fram á sjöunda áratug þessarar aldar var algengt að halda því fram að nýfætt barn
væri óvirkt og ekki fært um að taka þátt í samspili við aðra manneskju. Það sýndi
aðeins ósjálfráð viðbrögð og upplifði veröldina sem ruglingslega og brotakennda.
Mikilvægi boðskipta fyrir þroska barnsins var ekki gefinn gaumur fyrr en barnið
fór sjálft að nota einföld merkjaorð um það leyti sem það varð eins árs. Alþjóðlegar
rannsóknir hafa hins vegar gjörbreytt ríkjandi viðhorfum til getu ungbarna. Fræði-
menn fóru að átta sig á að boðskiptaferlið hjá svo ungum börnum er sérstakur þátt-
ur í þroska þeirra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ungbarnið hefur eðlislæga tilhneig-
ingu til að leita sambands við annað fólk. Allt frá fyrstu stundu er ungbarnið reiðu-
búið að hefja samspil við fullorðna sem í kringum það eru og líta má á barnið sem
virkan mótaðila frá fæðingu (Ainsworth 1967,1973,1978, Bowlby 1969, 1973, Bates
1979,1980, Stern 1985,1991,1992). Þessar rannsóknir hafa m.a. breytt þeim viðhorf-
115