Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 120

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 120
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA og fær því minni örvun. Mikið fötluð börn gráta oft minna en ófötluð börn og sýna minni viðbrögð með hreyfingum vegna hreyfihömlunar (Fröhlich og Haupt 1984). Líkamlega fötluð börn sýna einnig oft svokölluð ósjálfráð viðbrögð („spasma") þegar þau verða spennt eða eitthvað skemmtilegt gerist. Ósjálfráð viðbrögð í líkam- anum gera það að verkum að barnið verður stíft í öllum hreyfingum og höfuðið leitar jafnvel til annarrar hliðar. Er auðveldlega hægt að mistúlka þetta sem merki um hræðslu eða að barnið hafi fengið of mikla örvun. Merkin eru öðruvísi en hjá ófötluðu barni sem undir þessum kringumstæðum myndi hreyfa hendur og fætur (sbr. 4. stig). Martin Richards (1981) hefur lýst hvernig samspili mæðra og ungbarna þeirra er háttað. Hann tók upp á myndband atferli ungbarna í samspili við mæður. Þarna kom fram ákveðin röð í atferli barnanna. Barnið var fyrst þögult en sýndi athygli t.d þegar móðirin brosti til þess. Eftir það varð barnið smátt og smátt virkara þar til virkni þess náði hámarki en að því loknu tók barnið sér augnabliks hlé. Meðan á því stóð horfði það alvarlegt á móður sína en síðan brosti barnið aftur og hóf sam- spilið á ný. Fram kom að þegar virkni barnsins var í hámarki dró móðirin úr sinni virkni og gaf barninu tíma til að brosa og sýna viðbrögð (Lier 1991). Reynst getur erfitt að finna út á hvaða stigi mikið fötluð börn eru hverju sinni vegna þess að þau hafa styttra úthald, eru lengur að vinna úr þeim áreitum sem þau fá og þurfa því lengri hlé. Við greiningu á samspili og boðskiptum móður og barns í frumbernsku er staðfest að allar mæður nota svipaða tækni, óháð tungumáli. I þessu samspili er hægt að greina eftirfarandi þætti: - Fjarlægð frá andliti til andlits verður aldrei meiri eða minni en 20-30 sm. - Móðirin snýr alltaf andliti sínu að andliti barnsins. - Hún endurtekur boðskap sinn til barnsins á einfaldan og skýran hátt. - Rödd hennar liggur dálítið hærra en venjulega. - Talhrynjandin er teygðari, kveðið er skýrar og hægar að mikilvægustu orðunum. - Hljómur og laglína málsins eru heldur ýktari en við aðrar kringumstæð- ur (Papousek 1981; Stern 1985). Móðirin og barnið tala til skiptis. Talað er til barna í stuttum einföldum setningum með einföldum orðaforða sem oft er sérstök barnamálsorð. Þetta er náinn víxlleikur milli móður og ungbarns, þar sem hvort um sig bregst við rödd, svipbrigðum og líkamsstöðum hins. Papousek (1981) lýsir því hvernig móðir nær samhliða hermir eftir hljóðum barnsins síns og látbragði þess, t.d rekur hún út úr sér tunguna nánast sjálfkrafa ef barnið gerir það. Reglan í atferli barnsins gerir það að verkum að hægt er að sjá atferlið fyrir, þannig að foreldrarnir geta lagað atferli sitt að atferli barnsins og við- haldið samspilinu. Jerome Bruner, brautryðjandi í rannsóknum á máli og boðskipt- um, kallar þetta „scaffolding" og á við að foreldrar barns hjálpi því áfram til að þroskast með því að vera ávallt örlitlu skrefi á undan barninu en lagi sig jafnframt 118
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.