Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 125

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 125
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR 3. „Leidin stytt". Bamið fær heildarmynd með því að snerta eina eyju, t.d. með þvi að snerta nefið getur það farið beint að eyranu án þess að þurfa að snerta fleiri eyjar. Það þarf ekki að fara í gegnum línukortlagningu til að ná heildarmynd. 4. Tveir af sömu tegund. Barnið beinir athygli að tveimur hlutum af sömu tegund. Fyrstu dæmin um þetta eru oft þau að barnið beinir athyglinni að líkamshluta á sjálfu sér og samtímis að sama líkamshluta á mömmu sinni, t.d munni. Með þessu öðlast barnið skilning á grunnhugmyndum eins og: „Eg hef það sama og þú hefur". í framhaldi af þessu fer barnið að aðgreina hluti sem ekki tilheyra eigin líkama. Barnið aðgreinir andlit mömmu sinnar frá andliti frænku en gerir sér jafnframt grein fyrir því að þær hafa báðar andlit. 5. Tveir ólíkir af sömu tegund. Barnið getur flokkað á grundvelli einkenna, t.d. skilur það mismun á konu og karli með því að veita athygli að kona hefur brjóst og karl er e.t.v. með skegg. Tafla 3 Félagslegt samspil 1. Gagnkvæm athygli felur í sér að mótaðili barnsins lagar atferli sitt að atferli barnsins. Með gagnkvæmri athygli er átt við að barnið beini athygli sinni að mótaðilanum sem bregst samstundis við og hermir eftir barninu. Gagnkvæm athygli er forsenda þess að samspilið geti þróast. 2. Samspil sem barnið stýrir. Gagnkvæm athygli er nú til staðar. Barnið hefur öðlast reynslu og vissu um að mótaðili þess fylgi því samstundis eftir með eftirhermu. Atferli barnins einkennist af áhuga á að taka þátt í samspili og hlutverk mótaðilans er að svara barninu. Barnið hefur nú meira úthald, en form samspilsins gefur ekki kost á miklum breytingum í því. Ef mótaðili barnsins svarar ekki á viðeigandi hátt, t.d. breytir of miklu eða of litlu í svör- un sinni, brestur samspilið (sbr. Bruner „scaffolding"). 3. Samspil sem stýrt er til skiptis afbaminu og mótaðila þess. Á áðurnefndum stig- um á bamið frumkvæðið að samspilinu og mótaðilinn hefur það hlutverk að svara. Smátt og smátt getur mótaðilinn farið að eiga frumkvæðið. Barnið og mótaðilinn geta á þessu stigi skipst á að vera sá sem á frumkvæðið og sá sem svarar. Mótaðilinn verður þó ávallt að vera innan þess ramma sem barnið ræður við og getur aðeins búist við svari frá barninu ef svo er. Barnið er enn háð því að þekkja aftur atferli mótaðilans sem þátt af sínu eigin samspils- mynstri, þ.e hann þarf að taka mið af taktinum í hreyfingum barnsins og hljóðum sem það gefur frá sér. Barnið skilur nú hlutverk sitt í samspilinu og að það á að svara mótaðilia sínum þegar hann á frumkvæðið að samspilinu. í vanabundnum athöfnum getur barnið átt frumkvæði að þekktum athafna- keðjum. Barnið getur nú yfirfært gagnkvæma eftirhermu. 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.