Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 135

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 135
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR Hvernig túlka mæðurnar merki barnanna? Eins og fram hefur komið voru mæður barnanna beðnar um að túlka þau merki sem barnið sýndi á myndbandsupptökunum. Það sem fram kom í túlkunum þeirra voru nánari útskýringar á því sem annaðhvort þær eða börnin höfðu gert. Einnig túlkuðu mæður barnanna oft samstundis það sem börnin gerðu og færðu atferli þeirra í orð. Þær túlkanir sem fram komu í viðtölum við mæður barnanna snerust um tilfinningar barnanna og líðan þeirra, þau merki sem börnin hafa yfir að ráða og þýðingu þeirra. Jafnframt um eigin vanmátt gagnvart því að skilja ekki tjáningu barnanna og líðan. Móðir Finns túlkaði t.d. oft atferli hans og gaf því samstundis merkingu. í viðtali við hana komu fram nokkrar túlkanir og nánari útskýringar á atferli Finns. Oftast nær snerust túlkanir mömmu hans um hvað vekti ánægju hans og hvað ekki, líkamlegt ástand hans og líðan og jafnframt mismunandi túlkun á þeim merkjum sem hann notar. Finnur. Dæmi 9 Óformlegt viðtal (Sp. stöðvar myndbandið þar sem Finnur hafði nuddað saman höndum og mamma hans túlkaði það sem hann vildi fá að drekka). Sp: Túlkar þú þetta alltaf sem merki um að hann vilji drekka? M: Nei, nei. Stundum veit ég ekki hvað hann vill en oft giska ég. Stundum vill hann meira af einhverju skemmtilegu en stundum er hann jafnvel að segja að sér líði illa. Sp: En hvernig veistu hvað það er? M: Oftast gefur hann mér einhver merki um það. Einu sinni var hann hérna heima og það stóð svo illa á að ég segi við hann að nú verði ég að keyra hann niður á sambýli. Litli bróðir hans var hjá okkur og hann fór að gráta af því að honum finnst F. svo skemmti- legur og gaman að hafa hann heima. F. byrjaði þá að nudda saman höndunum á fullu og ég bráðnaði gjörsamlega og gat ekki hugsað mér að fara með hann niður á sambýli. Þarna var hann að segja mér að hann vildi vera heima. Hvernig er staða barnanna í þroskaprófílnum? Hér á eftir er gerð samantekt á niðurstöðum er varða stöðu barnartna í hverjum flokki þroskaprófílsins samkvæmt mati kennara/þroskaþjálfa og eins utanaðkom- andi aðila. Viðmælendur eru í tilvitnunum merktir V.l, V.2 og V.3. Nánd. í viðtali við kennara og þroskaþjálfa barnanna kom í ljós að börnin þrjú þurftu oftast nær á líkamlegri nánd að halda til þess að geta tekið þátt í samspili. Börnin sýndu öll hámarksgetu í samspili við mæður sínar og stundum kom fram að börnin svöruðu mæðrum sínum ef þau heyrðu til þeirra. Starfsmönnum og utanað- komandi aðila bar ekki alltaf saman í mati sínu á þörf barnanna fyrir líkamlega nánd. I þeim tilfellum sem það gerðist, mat utanaðkomandi aðili getu barnanna meiri en starfsmenn. Þroskaþjálfar og kennarar barnanna töldu að börnin væru á 1.-4. stigi í nánd samkvæmt þroskaprófílnum (sjá Töflu 1). Könnnn. í þessum hluta prófílsins er lögð áhersla á að barnið fái tækifæri til að 133
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.