Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 139
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR
rannsókn eru bömin á aldrinum sex til fjórtán ára en þrátt fyrir það sýna mæður
þeirra sömu viðbrögð og mæður ungbarna. Þeim er afar eðlilegt að bregðast við
öllum merkjum barnanna eins og um ungbarn sé að ræða. í rannsókninni voru við-
brögð þeirra í samspili við barnið skoðuð út frá ungbarnaspjalli, eftirhermu og sam-
spilshring (Papousek 1981, Stern 1985, Richards 1971, Lier 1991). Mæðurnar nota
allar svokallað ungbarnaspjall þegar þær svara börnunum. Á myndbandsupptök-
unum má líka oft sjá dæmi um samhliða eftirhermu þar sem mæðurnar fylgja ná-
kvæmlega öllum hreyfingum og minnstu viðbrögðum bamartna og bregðast þannig
við að þær herma nær samhliða eftir þeim en bæta þó við nægilegum breytingum í
samspilið (Bruner 1975, Papousek 1981).
í samspilshring eins og honum er lýst getur reynst erfitt að greina á hvaða stigi
bamið er hverju sinni og niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mæðrunum yfirsást
öllum á einhverju stigi að meta þörf barnanna fyrir hlé. Þetta gefur vísbendingar
um að betur þurfi að rannsaka þennan þátt í samspilinu. Draga má þó þann lær-
dóm af þessu að veita þurfi þörf barnsins fyrir hlé meiri eftirtekt.
Boðskiptaferlið er nátengt hreyfingu handanna hjá ungbörnum. Talað er um að
barnið opni og loki lófunum nánast í takt við samspilið og að foreldrarnir svari
þessum hreyfingum bama sinna (Stern 1990). í niðurstöðum rannsóknarinnar kem-
ur skýrt fram að mæðurnar veittu handahreyfingum barnanna oft ekki athygli.
Hreyfingar barnanna voru oft afar ómarkvissar sökum mikillar líkamlegar fötlunar
og getur það að sjálfsögðu verið orsökin.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að öll börnin bregðast við rödd mæðra
sinna og snertingu. Skýrt kemur fram að börnin eru öll örugg í návist mæðra sinna
og sýna sterk viðbrögð þegar þær hverfa úr návist þeirra. I niðurstöðum rannsókn-
arinnar kom fram að börnin kölluðu öll eftir nærveru mæðra sinna en gerðu það á
mismunandi hátt. Eitt barnið grét, annað leitaði eftir móður sinni með augunum og
það þriðja þreifaði eftir henni. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að
börnin hafa öll sterk tilfinningaleg tengsl við mæður sínar, eru örugg í návist þeirra
og sýna hámarksgetu í samspili við þær. í framhaldi af þeirri rannsókn sem hér var
gerð væri verðugt að rannsaka tilfinningaleg tengsl barnanna við aðra en mæður
sínar og má þar fyrst nefna feður þeirra og síðan þroskaþjálfa þeirra og kennara.
Oftast nær túlka mæður barnanna atferli þeirra samstundis og gefa því merk-
ingu. í viðtölum við þær kom fram að í flestum tilfellum snerust túlkanir mæðr-
anna um þarfir og líðan barnanna og jafnframt vangaveltur um hvað börnin væru
að tjá með merkjum sínum. í viðtölunum komu líka fram óskir þeirra um að skilja
merki barnanna betur og vanmáttarkennd yfir að vita ekki nákvæmlega hvað þau
eru að tjá sig um hverju sinni. Jafnframt komu fram miklar áhyggjur þeirra af
veikindum barnanna t.d. flogaköstum, stöðugum lungnaveikindum og háum hita.
Hvernig má nota þroskaprófílinn við mat á boðskiptum
mikið fatlaðra barna?
Tilgangurinn með þessari rannsóknarspurningu var að rannsaka hvort og hvernig
þroskaprófíllinn nýttist til þess að meta boðskipti mikið fatlaðra barna. Ljóst er að
það er vandasamt að nota tæki eins og þroskaprófílinn til að leggja mat á stöðu
137