Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 148

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 148
KENNING OG STARF í STARFSMENNTUN ekkert. Slíkur nemandi hefur ekki eiginlega starfsmenntun þrátt fyrir að uppfylla skilyrði skilgreiningar (i). Til að forðast gagndæmi á borð við þetta mætti stinga upp á eftirfarandi skil- greiningu á starfsmenntun: (ii) Starfsmenntun er það sem ætlast er til að nemendur læri á námsbraut- um sem veita starfsréttindi. Gagndæmi við þessa skilgreiningu gætu verið námsbrautir sem gera litlar kröfur eða rangar kröfur. Það eitt að námsbraut veitir starfsréttindi tryggir ekki að kröf- urnar sem hún gerir til nemenda séu nægilegar og réttar. Nemandi getur staðist kröfur slíkra námsbrauta en samt farið á mis við eiginlega starfsmenntun. Þar með uppfyllti hann skilyrði skilgreiningar (ii), en hefði samt ekki eiginlega starfsmennt- un. Hugsanlega mætti bæta um betur með eftirfarandi skilgreiningu: (iii) Starfsmenntun er það sem ætlast væri til að nemendur lærðu á náms- brautum sem veittu starfsréttindi og gerðu til þess nægilegar og réttar kröfur. Skilgreining (iii) er góð svo langt sem hún nær, en innihald hennar er næsta lítið. Hún skýrir e.t.v. fyrir okkur tengslin á milli starfsmenntunar og þess að gera nægi- legar og réttar kröfur, en hún hjálpar okkur ekki við það sem á endanum skiptir mestu máli, þ.e. að greina hvað séu nægilegar og réttar kröfur til starfsmenntunar. Þeirri spurningu er ekki hægt að svara með því einu að segja að nægilegar og réttar kröfur séu þær sem leiða til eiginlegrar starfsmenntunar. Það svar bítur í skottið á sér ef svo má segja, því það vísar til hugtaksins (starfsmenntun), sem lagt var upp með, án þess að skýra nánar hvað í því felst. Þó svo skilgreining (iii) sé innihaldsrýr mætti e.t.v. halda því fram að engin ástæða sé til að véfengja hana. Innihaldsleysi hennar leiði þvert á móti til þess að auðvelt sé að fallast á hana. Hún geti þannig nýst sem sá upphafspunktur sem allir ættu að geta sammælst um. Þessi hugmynd stenst þó ekki við nánari íhugun. Gera má þá kröfu til hugtakaskilgreininga að þær tilgreini ekki bara nægileg skilyrði heldur einnig nauðsynleg skilyrði þess að eintak eða fyrirbæri falli undir hugtakið. Eins og skilgreining (iii) er orðuð kemur ekki skýrt í Ijós hvort hún stenst þessa kröfu. Hana má skilja á tvennan hátt. Annars vegar: (iiia) Manneskja hefur starfsmenntun ef hún hefur lært það sem til var ætlast á námsbraut sem veitir starfsréttindi og gerir til þess nægilegar og réttar kröfur. (Tilgreinir nægilegt skilyrði starfsmenntunar.) Hins vegar: (iiib) Manneskja hefur starfsmenntun því aðeins að hún hafi lært það sem til var ætlast á námsbraut sem veitir starfsréttindi og gerir til þess nægileg- ar og réttar kröfur. (Tilgreinir nauðsynlegt skilyrði starfsmenntunar.) 146
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.