Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 148
KENNING OG STARF í STARFSMENNTUN
ekkert. Slíkur nemandi hefur ekki eiginlega starfsmenntun þrátt fyrir að uppfylla
skilyrði skilgreiningar (i).
Til að forðast gagndæmi á borð við þetta mætti stinga upp á eftirfarandi skil-
greiningu á starfsmenntun:
(ii) Starfsmenntun er það sem ætlast er til að nemendur læri á námsbraut-
um sem veita starfsréttindi.
Gagndæmi við þessa skilgreiningu gætu verið námsbrautir sem gera litlar kröfur
eða rangar kröfur. Það eitt að námsbraut veitir starfsréttindi tryggir ekki að kröf-
urnar sem hún gerir til nemenda séu nægilegar og réttar. Nemandi getur staðist
kröfur slíkra námsbrauta en samt farið á mis við eiginlega starfsmenntun. Þar með
uppfyllti hann skilyrði skilgreiningar (ii), en hefði samt ekki eiginlega starfsmennt-
un.
Hugsanlega mætti bæta um betur með eftirfarandi skilgreiningu:
(iii) Starfsmenntun er það sem ætlast væri til að nemendur lærðu á náms-
brautum sem veittu starfsréttindi og gerðu til þess nægilegar og réttar
kröfur.
Skilgreining (iii) er góð svo langt sem hún nær, en innihald hennar er næsta lítið.
Hún skýrir e.t.v. fyrir okkur tengslin á milli starfsmenntunar og þess að gera nægi-
legar og réttar kröfur, en hún hjálpar okkur ekki við það sem á endanum skiptir
mestu máli, þ.e. að greina hvað séu nægilegar og réttar kröfur til starfsmenntunar.
Þeirri spurningu er ekki hægt að svara með því einu að segja að nægilegar og réttar
kröfur séu þær sem leiða til eiginlegrar starfsmenntunar. Það svar bítur í skottið á
sér ef svo má segja, því það vísar til hugtaksins (starfsmenntun), sem lagt var upp
með, án þess að skýra nánar hvað í því felst.
Þó svo skilgreining (iii) sé innihaldsrýr mætti e.t.v. halda því fram að engin
ástæða sé til að véfengja hana. Innihaldsleysi hennar leiði þvert á móti til þess að
auðvelt sé að fallast á hana. Hún geti þannig nýst sem sá upphafspunktur sem allir
ættu að geta sammælst um. Þessi hugmynd stenst þó ekki við nánari íhugun. Gera
má þá kröfu til hugtakaskilgreininga að þær tilgreini ekki bara nægileg skilyrði
heldur einnig nauðsynleg skilyrði þess að eintak eða fyrirbæri falli undir hugtakið.
Eins og skilgreining (iii) er orðuð kemur ekki skýrt í Ijós hvort hún stenst þessa
kröfu. Hana má skilja á tvennan hátt. Annars vegar:
(iiia) Manneskja hefur starfsmenntun ef hún hefur lært það sem til var
ætlast á námsbraut sem veitir starfsréttindi og gerir til þess nægilegar
og réttar kröfur. (Tilgreinir nægilegt skilyrði starfsmenntunar.)
Hins vegar:
(iiib) Manneskja hefur starfsmenntun því aðeins að hún hafi lært það sem til
var ætlast á námsbraut sem veitir starfsréttindi og gerir til þess nægileg-
ar og réttar kröfur. (Tilgreinir nauðsynlegt skilyrði starfsmenntunar.)
146