Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 151

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 151
SIGURÐUR KRISTINSSON fagmennska er, því að samkvæmt (iv) skiljum við ekki markmið starfsgreinanáms nema við skiljum hvað fagmennska felur í sér. Aður en við víkjum nánar að fagmennskunni er rétt að gera eina athugasemd við skilgreiningu (iv). Skilgreiningin setur fagmennsku fram sem nauðsynlegt og nægilegt skilyrði starfsmenntunar. Þetta virðist fela í sér að annaðhvort hafi mann- eskja viðkomandi hæfileika eða ekki. En í raun getur fólk haft fagmennskuhæfileik- ana að mismunandi marki og í ólíkri blöndu. Þess vegna væri nær að segja: (v) Manneskja hefur starfsmenntun að því marki sem hún hefur þá hæfi- leika sem fagmennska á viðkomandi starfssviði samanstendur af. Samkvæmt (v) er hægt að ræða um fagmennsku í mismiklum mæli eða á misháu stigi. En hvar eru þá neðri mörkin? Hvenær er einstaklingur orðinn fagmaður? Ef við hugsum okkur ferlið frá því að hann hefur litla sem enga af þeim hæfileikum sem um ræðir og þangað til hann hefur þá í ríkurn mæli, er hægt að benda á ein- hvern ákveðinn stað og segja „þarna varð hann að fagmanni!"? Svo virðist ekki vera, ekki frekar en hægt er að benda á tiltekinn stað í þroskaferli sem hefst með því að trjáfræ grefst í moldu og lýkur á því að til er fullvaxið tré. Hvergi er hægt að benda á þá töfrastund þegar viðfang ferlisins var allt í einu orðið að tré. Stundum dregur fólk þá ályktun af svona dæmum að það sé enginn raunverulegur munur á þessu tvenns konar ástandi, t.d. að vera fræ eða tré. En þá gerir það sig sekt um rökvillu, svonefnda markalínuvillu.4 Við vitum öll að það er munur á því að vera sköllóttur og ekki sköllóttur, enda þótt sumir séu þannig hærðir að þeir eru í raun hvorki sköllóttir né ekki sköllóttir og myndu svo sannarlega hvorki verða meira né minna sköllóttir þótt þeir hefðu einu hárinu fleira eða færra á höfðinu. Jaðarmörk raunverulegra tegunda eru oft í eðli sínu óljós - ekki óljós vegna þess að skynfæri okkar eru ófullkomin, heldur óljós í eðli sínu. Mér sýnist að fagmennska sé einmitt slík tegund. Við vitum að það er munur á því að vera fagmaður og ekki fagmaður, enda þótt sumir hafi slíka blöndu af hæfileikum að þeir eru í raun hvorki fagmenn né ekki fagmenn og myndu ekki verða meiri eða minni fagmenn þótt þeir hefðu einum þekkingarmolanum eða kunnáttubrotinu fleira eða færra. Sé þetta rétt ætti starfsgreinanám að hafa það markmið að koma nemandanum upp fyrir „gráa svæðið" ef svo má segja; þ.e. markmiðið ætti að vera að nemandinn hafi nægilega hæfileika til að vera raunveruleg fagmanneskja. Síðan má halda áfram með líkinguna við skallann og benda á að sumir eru sköllóttir án þess að vera nauðasköllóttir og sumir hærðir án þess að hafa sítt og þykkt hár. Á sama hátt er hægt að vera fagmanneskja án þess að vera frábær fagmanneskja og líka án þess að vera sérhæfð fagmanneskja. Þetta má svo e.t.v. tengja markmiðum með grunnnámi annars vegar og framhaldsnámi hins vegar. Með þennan skilning á starfsmenntun í farteskinu er kominn tími til að spyrja hvers konar eiginleikar það séu sem einkenni fagmanneskju með eiginlega starfs- menntun. 4 Sjá t.d. Brooke Noel Moore og Richard Parker, Critical Thitlking, 6. útgáfa, Mayfield 2000, s. 186-187 149
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.