Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 161
STEFÁN BERGMANN
UMHVERFISMENNT f ÍSLENSKUM SKÓLUM
Nútíma umhverfismennt mótaðist með nýjum hætti í alþjóðasamfélaginu á 8. áratugnum,
einkum skilningur á eðli hennar og hlutverki. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna áttu stóran
þátt í þessari þróun. Undir lok áratugarins voru haldnar stórar og áhrifaríkar ráðstefnur á
vegum þessara stofnana og fleiri aðila, þar sem sameiginleg stefnumörkun fór fram. Sú
þekktasta var haldin í Tbílísí árið 1977. Um 100 þjóðir lýstu því yfir í kjölfarið að þær
ætluðu að gera umhverfismennt að veigamiklu viðfangsefni í skólum sínum. Þar með var
kotnin alþjóðleg staðfesting á hlutverki og mikilvægi nútímalegrar umhverfismenntunar
með nýjum og afgerandi hætti. (Learning to save our planet, 1992).
Hér á landi má rekja viðleitni til nútíma umhverfisfræðslu í skýrslum um menntamál
og í námsefni og námskrám frá því á 8. áratugnum. Þar kemur m.a. fram sá skilningur í
tengslum við námsefni frá því um miöjan áratuginn að umhverfisfræðsla væri einkum
fólgin í því að taka upp kennslu í vistfræði. Þetta á við skýrslur og námsefni frá þvífyrir
Tbílísí ráðstefnuna 1977. (Ministry ofEducation 1977). í aðalnámskrá í samfélagsfræði frá
1977 er fjallað um umhverfið og fleiri hugtök, sem viðfangsefni í samfélagsfræði á opinn og
athyglisverðan hátt. (Aðalnámskrá grunnskóla - Samfélagsfræði, 1977). En smám saman
skýrðist myndin og skilningur hefur breikkað á umhverfismenntun og áhersla lögð á
umhverfið í heild sinni bæði náttúrulegt og manngert. (Aðalnámskrá grunnskóla 19897)
GEGNUMBROT 1989-1992
Margt bendir til að nútíma umhverfisfræðsla hafi fyrst orðið að útbreiddu viður-
kenndu viðfangsefni í íslenskum skólum á árunum 1989-1992. Á þessum árum
gerast margir atburðir sem benda til þess að svo sé. Umhverfisfræðsla var skil-
greind með nýjum hætti í aðalnámskrá grunnskóla 1989 og heitið umhverfismennt
tekið upp. Þúsund manna norræn ráðstefna - Miljö91 - um stöðu umhverfismennt-
ar á Norðurlöndum, var haldin hér á landi með ágætri þátttöku íslenskra leik- og
grunnskóla í sýningu á afurðum umhverfisverkefna í skólunum og mikilli kynn-
ingu og umræðu í íslensku samfélagi. íslendingar höfðu sýnt hliðstæðum ráðstefn-
um í öðrum höfuðborgum Norðurlanda mjög takmarkaðan áhuga á árunum
1981-1989, nema ráðstefnunni í Kaupmannahöfn 1989. I nýrri námskrá almenns
kennaranáms við Kennaraháskólann frá 1991 var tekið upp 2 eininga námskeið
fyrir alla kennaranema um umhverfisfræði og umhverfismennt er nefndist fyrstu
árin Maður og umhverfi, en síðar Umhverfismennt (Námskrá fyrir almennt kennara-
nám 1991). Endurmenntunarnámskeið fyrir kennara voru fleiri haldin á þessum
1 Að stofni til framsöguerindi á 1. ráðstefnu Umhverfisfræðsluráðs: Fræðsla, lykill að sjálfbærri þróun, haldin í
Hveragerði 23. sept. 1999.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 9. árg. 2000
159