Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 170

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 170
HEILLANDI GLIMA sem höfðu ólíka nefnara (t.d. 2/99 sem summu brotanna 1/66 og 1/198). Rúmfræði Egifta snerist, líkt og rúmfræði Babýloníumanna, að mestu um mælingar og út- reikninga á flatarmáli og rúmmáli. Á blómaskeiði hinnar sígildu grísku menningar, þ.e. á árunum 600-300 fyrir Krist, urðu gífurlegar framfarir í vísindum og listum og sagnfræðingar eru á einu máli um að þar hafi verið lagður grunnur að vestrænni menningu. Grikkir eru taldir hafa þekkt til stærðfræði Babýloníumanna og Egifta enda hafa fundist heim- ildir fyrir því að Grikkir dáðust að stærðfræðilegri visku hinna austrænu þjóða. En það voru Grikkir sem spurðu sig spurninga í stærðfræði á borð við: „Hvers vegna?" „Er unnt að rökstyðja það?" Þeir létu sér ekki nægja að útreikningar skiluðu niður- stöðum, svo sem sæmilegri nálgun á V2, heldur vildu rökstyðja að ekki væri unnt að reikna út töluna \[2, nákvæmlega. Slíkan rökstuðning höfðu hvorki Babýloníu- menn né Egiftar fengist við heldur látið sér nægja að ráða yfir reiknileikninni sem vissulega kom sér vel. Grikkir lögðu fram mun stærri skerf. Þeir skilgreindu stærð- fræðileg hugtök, settu fram stærðfræðilegar fullyrðingar, svokallaðar setningar, og sörtnuðu þær með röksemdafærslu, skref fyrir skref. Þeir lögðu grunninn að stærð- fræði sem fræðigrein á nútímamælikvarða. Á sviði talnafræði má segja að Grikkir hafi aðallega fengist við náttúrlegar tölur, margfeldi þeirra og deilanleika, en náttúrlega tölu litu þeir jafnan á sem línu- strik. Þeir skilgreindu einingu (mælieiningu) sem kölluð var einn og síðan voru aðrar tölur skilgreindar sem fjöldi slíkra eininga, eða svokallað margfeldi þeirra. Samlagning talna var í rauninni samlagning línustrika og margföldun var endur- tekin samlagning. Deilingu skilgreindu þeir þannig að tala væri hluti stærri tölu ef nota mætti minni töluna sem mælieiningu fyrir þá stærri. Þeir skoðuðu ýmsa flokka talna, t.d. sléttar tölur, oddatölur, frumtölur, samsettar tölur, marghyrningatölur, full- komnar tölur, vinatölur og Pýþagórasar-þrcnndir. En Grikkir fengust einnig við hlutföll talna, sem nú kallast almenn brot eða ræðar tölur, og ósammælanlegar stærðir, sem nú kallast óræðar tölur. Tvö línustrik töldust ósammælanleg ef ekki var til línustrik af þeirri lengd að það mætti nota sem sameiginlega mælieiningu fyrir þau bæði. Sígild talnafræði (sem oft er kölluð einföld talnafræði, þótt hún sé alls ekkert ein- föld í venjulegum skilningi þess orðs) á rætur að rekja til þessarar vinnu Grikkja með náttúrlegar tölur, margfeldi þeirra og deilanleika. Víkjum nú stuttlega að þeim talnaflokkum Grikkja sem minnst er á hér að framan. Sá síðast nefndi, Pýþagórasar-þrenndir, er kenndur við Grikkjann Pýþagóras sem fæddur var á 6. öld fyrir Krist. Hugtakið er nátengt reglu Pýþagórasar um rétt- hyrnda þríhyrninga sem flestir kannast við, enda kallast þrjár náttúrlegar tölur, x, y og z, Pýþagórasar-þrennd ef x2 + y2 = z2. Marghyrningatölur tengjast reglulegum marghyrningum og hornpunktum þeirra. Þær flokkast í þríhyrningstölur, ferningstöl- ur, fimmhyrningstölur o.s.frv. og eru settar fram á myndrænan hátt út frá marghyrn- ingunum. Skilgreining þeirra er svo einföld að tölurnar eru víða kynntar í námsefni grunnskóla. Fullkomnar tölur og vinatölur tengjast deilanleika talna. Ef náttúrleg tala var deilanleg með minni náttúrlegri tölu, þ.e. skipti henni í jafna hluta, kallaðist minni talan deilir stærri tölunnar. Svo dæmi sé tekið þá eru tölurnar 1, 2 og 3 deilar tölunnar 6. Grikkir kölluðu tölu fullkomna ef summa allra deila hennar var jöfn 168
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.